Farðu syngjandi í gegnum veturinn

mbl.is/ThinkstocPhotos

Hefur þig alltaf dreymt um að læra að syngja? Ef svo er þá gæti Söngskólinn í Reykjavík verið eitthvað fyrir þig. Námskeiðin eru hvort tveggja; skemmtilegt frístundagaman fyrir þá sem hafa áhuga á að syngja og einnig mjög góður undirbúningur fyrir frekara söngnám. Hægt er að læra bæði á dagvinnutíma og á kvöldin.

„Sumir þátttakendur verða svo spenntir og glaðir að þeir skrá sig í frekara nám í skólanum og oft hefur þátttaka í námskeiðum skólans orðið kveikjan að farsælu söngnámi. Námskeiðin henta stórum hópi fólks. Margir sem syngja í kór sækja námskeiðin og oft hafa þau líka orðið hvatning að því að fólk, sem hefur haft áhuga á að fara í kór en ekki haft sig í það eða skort kjark, gengur til liðs við kór að námskeiði loknu. Yngstu þátttakendurnir eru á unglingsaldri og þeir elstu komnir yfir miðjan aldur. Námskeiðin samanstanda af kennslu í söngtækni og tónfræðiundirstöðu, sem er forsenda þess að geta lesið nótur,“ segir Ásrún Davíðsdóttir, aðstoðarskólastjóri Söngskólans í Reykjavík.

Hún segir að í einkatímum sé farið yfir rétta raddbeitingu og sönglög og túlkun þeirra kennd.

„Kennararnir virða það og vinna með hverjum nemanda í samræmi við hans óskir og áhugasvið. Í litlum hópum er svo kennd tónfræði og undirstöðuatriði nótnalesturs. Það er mikill fengur fyrir fólk sem syngur í kór; því finnst heill heimur ljúkast upp fyrir því þegar það áttar sig á hvað nóturnar þýða.“

Tvisvar á hverju námskeiði hittast allir nemendur með píanóleikara og kennara og þjálfast í því að koma fram og syngja fyrir framan áhorfendur. Hvert námskeið stendur í sjö vikur, næsta námskeið hefst 29. október og stendur til 14. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál