Er svo miklu meira en bara feit

Víðir Björnsson tók þessa mynd af Ernu Kristínu fyrir bókina ...
Víðir Björnsson tók þessa mynd af Ernu Kristínu fyrir bókina Fullkomlega ófullkomin. ljósmynd/Víðir Björnsson

Áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir hefur beitt sér fyrir jákvæðri líkamsímynd á samfélagsmiðlum. Í bókinni Fullkomlega ófullkomin segir Erna Kristín ásamt fleiri konum sögu sína, hvernig þær lærðu að elska líkama sinn eins og hann er. Bókinni, sem er komin út, verður fagnað með útgáfupartý í Lindex á morgun, föstudag, klukkan átta og eru allir velkomnir að sögn Ernu Kristínar. 

Smartland birtir hér brot úr kafla úr bókinni þar sem áhrifavaldurinn Fanney Dóra segir opinskátt frá sársaukanum sem fylgdi því að finnast hún vera feit, ferðalaginu að því að taka sjálfa sig í sátt og ekki leyfa lýsingarorðinu feit að skilgreina sig. 

„Tuttugu og eins árs uppgötvaði ég að þetta væri ekki það versta í heimi, hin ódauðlegu orð skyldu fá að sleppa um munn mér. Orðin sem mér var bannað að segja, ég væri nú ekki feit heldur væri ég stór, stórbeinótt, plús stærð, sæt. Já, hvers vegna gat ég ekki verið feit af því að ég var sæt?“ segir Fanney Dóra í bókinni og heldur áfram. 

View this post on Instagram

Lifi mínu besta berleggja lífi hérna og skammast mín núll 🙅🏽‍♀️ Self love guys try it 👸🏽 #fanneydora #selflove

A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora.com_) on Aug 20, 2018 at 11:07am PDT

„Ég áttaði mig fljótlega á því að ég gæti verið fyrirmynd, fyrir stelpuna eða strákinn sem passar ekki í fötin í Kringlunni. Sem borðar í leyni því enginn má sjá eða dæma, sem fer í ræktina í skjóli nætur því enginn má dæma. Ég gæti verið sú, sem fólk gæti litið upp til. Oj, hvað það var erfitt. Að finna tárin renna vegna þess að þú sagðir nei við stefnumóti af því að þér fannst þú alltof feit. Að finna tárin renna þegar þú fékkst ljótu skilaboðin á Snapchat, þar sem sagt var að þú værir alltof feit. Að þurfa samt að vera opin og segja fólki að þér finnist þú flott og að þú lítir í spegil á hverjum morgni og hrósir þér.

Það sem breytti lífi mínu var að leyfa mér að upplifa allar tilfinningar, að upplifa af hverju ég verð sár þegar einhverjum úti í bæ finnist ég feit. Af hverju er þetta að slá mig utan undir? Ég veit þetta. Ég er feit! Í mínum huga er það að vera vörður líkamsímyndar að passa að allar líkamsgerðir eigi rétt á sér. Ég neita að segja að fólk fái að vera óheilbrigt. Fólk mun aldrei geta litið á mig og sagt að ég sé óheilbrigð, það er ég alls ekki. Þá verð ég reið. Orðið feit gerir mig ekki reiða lengur, en óheilbrigð er ég ekki. Ég er feit. Ég er líka manneskja, dóttir, systir, kærasta, förðunarfræðingur, bloggari, snappari, nemandi, kennari, hjartahlý, hamingjusöm, kvíðin, gölluð, jákvæð, fullkomin að ýmsu leyti. Ég er allt þetta og meira. En þetta eina orð hafði áhrif á alla mína æsku, eyðilagði ótal ár fyrir mér. Í dag skilgreinir þetta ósegjandi orð mig ekki lengur, í dag læt ég öll hin orðin skilgreina mig. Annað væri bara vitleysa og seint verður sagt að ég sé vitlaus.“ 

ljósmynd/Víðir Björnsson
mbl.is

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

05:00 Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

Í gær, 17:00 Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í gær „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í gær Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

í gær Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

í fyrradag Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

í fyrradag Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

18.4. Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

18.4. Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »