Er svo miklu meira en bara feit

Víðir Björnsson tók þessa mynd af Ernu Kristínu fyrir bókina ...
Víðir Björnsson tók þessa mynd af Ernu Kristínu fyrir bókina Fullkomlega ófullkomin. ljósmynd/Víðir Björnsson

Áhrifavaldurinn Erna Kristín Stefánsdóttir hefur beitt sér fyrir jákvæðri líkamsímynd á samfélagsmiðlum. Í bókinni Fullkomlega ófullkomin segir Erna Kristín ásamt fleiri konum sögu sína, hvernig þær lærðu að elska líkama sinn eins og hann er. Bókinni, sem er komin út, verður fagnað með útgáfupartý í Lindex á morgun, föstudag, klukkan átta og eru allir velkomnir að sögn Ernu Kristínar. 

Smartland birtir hér brot úr kafla úr bókinni þar sem áhrifavaldurinn Fanney Dóra segir opinskátt frá sársaukanum sem fylgdi því að finnast hún vera feit, ferðalaginu að því að taka sjálfa sig í sátt og ekki leyfa lýsingarorðinu feit að skilgreina sig. 

„Tuttugu og eins árs uppgötvaði ég að þetta væri ekki það versta í heimi, hin ódauðlegu orð skyldu fá að sleppa um munn mér. Orðin sem mér var bannað að segja, ég væri nú ekki feit heldur væri ég stór, stórbeinótt, plús stærð, sæt. Já, hvers vegna gat ég ekki verið feit af því að ég var sæt?“ segir Fanney Dóra í bókinni og heldur áfram. 

View this post on Instagram

Lifi mínu besta berleggja lífi hérna og skammast mín núll 🙅🏽‍♀️ Self love guys try it 👸🏽 #fanneydora #selflove

A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora.com_) on Aug 20, 2018 at 11:07am PDT

„Ég áttaði mig fljótlega á því að ég gæti verið fyrirmynd, fyrir stelpuna eða strákinn sem passar ekki í fötin í Kringlunni. Sem borðar í leyni því enginn má sjá eða dæma, sem fer í ræktina í skjóli nætur því enginn má dæma. Ég gæti verið sú, sem fólk gæti litið upp til. Oj, hvað það var erfitt. Að finna tárin renna vegna þess að þú sagðir nei við stefnumóti af því að þér fannst þú alltof feit. Að finna tárin renna þegar þú fékkst ljótu skilaboðin á Snapchat, þar sem sagt var að þú værir alltof feit. Að þurfa samt að vera opin og segja fólki að þér finnist þú flott og að þú lítir í spegil á hverjum morgni og hrósir þér.

Það sem breytti lífi mínu var að leyfa mér að upplifa allar tilfinningar, að upplifa af hverju ég verð sár þegar einhverjum úti í bæ finnist ég feit. Af hverju er þetta að slá mig utan undir? Ég veit þetta. Ég er feit! Í mínum huga er það að vera vörður líkamsímyndar að passa að allar líkamsgerðir eigi rétt á sér. Ég neita að segja að fólk fái að vera óheilbrigt. Fólk mun aldrei geta litið á mig og sagt að ég sé óheilbrigð, það er ég alls ekki. Þá verð ég reið. Orðið feit gerir mig ekki reiða lengur, en óheilbrigð er ég ekki. Ég er feit. Ég er líka manneskja, dóttir, systir, kærasta, förðunarfræðingur, bloggari, snappari, nemandi, kennari, hjartahlý, hamingjusöm, kvíðin, gölluð, jákvæð, fullkomin að ýmsu leyti. Ég er allt þetta og meira. En þetta eina orð hafði áhrif á alla mína æsku, eyðilagði ótal ár fyrir mér. Í dag skilgreinir þetta ósegjandi orð mig ekki lengur, í dag læt ég öll hin orðin skilgreina mig. Annað væri bara vitleysa og seint verður sagt að ég sé vitlaus.“ 

ljósmynd/Víðir Björnsson
mbl.is

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

Í gær, 22:00 Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

Í gær, 19:00 Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

Í gær, 16:30 „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

Í gær, 13:30 Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

Í gær, 10:22 Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

í gær Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

í fyrradag Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

í fyrradag Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

í fyrradag Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

í fyrradag Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

í fyrradag Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

9.12. Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

9.12. David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

9.12. Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

9.12. Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

9.12. Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

9.12. Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

9.12. Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

8.12. „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

8.12. Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »