10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

Það er gott að byrja daginn á því að vakna …
Það er gott að byrja daginn á því að vakna hress. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er sjaldnar erfiðara að vakna en akkúrat í desember og janúar og margir sem mæta hálfsofandi til vinnu. Það er ansi freistandi að ýta á „blunda“ aftur og aftur þegar klukkan hringir eða fara aftur upp í rúm þegar búið er að ljúka fyrstu klósettferð dagsins. Fólk ætti ekki að tapa á því að fara eftir nokkrum einföldum ráðum sem má finna á vefnum MyDomaine, kannski auðveldar það morgunverkin hjá einhverjum. 

Ekki gera neitt annað en að sofa í rúminu

Það getur haft ruglandi áhrif á líkamann ef fólk er vant því að horfa á sjónvarpið og vinna eða læra í tölvunni uppi í rúmi. 

Kveiktu á ljósinu

Það er fátt verra en að kveikja ljósin á morgnana en fátt skilar betri árangri. Það er erfiðara að sofna aftur þegar búið er að kveikja ljósin. 

Búðu um rúmið

Byrjaðu daginn á því að búa um rúmið. Það er góð tilfinning að klára eitthvað á morgnana og það er ekki jafn freistandi að hoppa upp í vel um búið rúm. 

Ekki ýta á „blunda“

Ef þú getur ekki komist hjá því að ýta á „blunda“ er líka gott ráð að taka upp símann þegar þú ýtir á takkann og kíkja á samfélagsmiðla. Þegar vekjaraklukkan hringir næst ertu líklega búin(n) að skrolla aðeins á Facebook og Instagram og tilbúnari í að mæta deginum. 

Áttu erfitt með að vakna á morgnana.
Áttu erfitt með að vakna á morgnana. Getty images

Vakna við skemmtilegt lag

Ekki nota alltaf sama gamla tóninn fyrir vekjaraklukkuna, það fær fólk bara til að orga og slökkva á vekjaraklukkunni. Prófaðu að setja eitthvert skemmtilegt lag í staðinn eða að minnsta kosti ekki jafn pirrandi tón. 

Verðlaunaðu þig á morgnana

Hvort sem það er súkkulaðið úr dagatalinu eða góður kaffibolli. 

Vaknaðu á sama tíma á hverjum degi

Það getur verið auðveldara að vakna klukkan átta á virkum dögum ef fólk vaknar klukkan átta um helgar. Ekki koma virku morgnunum í rugl með því að sofa til hádegis um helgar. 

Fáður þér frískt loft

Andaðu að þér fersku lofti á morgnana. Ef þú átt ekki hund sem dregur þig út í göngutúr á morgnana er líka hægt að opna bara svaladyrnar og anda að sér frískandi vetrarloftinu. 

Drekktu stórt glas af vatni

Það hefur jákvæð áhrif á mann að drekka stórt glas af vatni á morgnana, ekki fara beint í kaffið. Eftir vatnsglasið er kannski í lagi að fá sér einn góðan kaffibolla. 

Mættu á morgnana

Ef þú átt ekki að mæta í vinnu klukkan átta eða níu eins og flest fólk er gott að vera með skipulagða dagskrá á morgnana. Það fær þig til að rífa þig upp úr rúminu enda óþarfi að fresta öllu fram eftir degi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál