10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

Það er gott að byrja daginn á því að vakna ...
Það er gott að byrja daginn á því að vakna hress. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er sjaldnar erfiðara að vakna en akkúrat í desember og janúar og margir sem mæta hálfsofandi til vinnu. Það er ansi freistandi að ýta á „blunda“ aftur og aftur þegar klukkan hringir eða fara aftur upp í rúm þegar búið er að ljúka fyrstu klósettferð dagsins. Fólk ætti ekki að tapa á því að fara eftir nokkrum einföldum ráðum sem má finna á vefnum MyDomaine, kannski auðveldar það morgunverkin hjá einhverjum. 

Ekki gera neitt annað en að sofa í rúminu

Það getur haft ruglandi áhrif á líkamann ef fólk er vant því að horfa á sjónvarpið og vinna eða læra í tölvunni uppi í rúmi. 

Kveiktu á ljósinu

Það er fátt verra en að kveikja ljósin á morgnana en fátt skilar betri árangri. Það er erfiðara að sofna aftur þegar búið er að kveikja ljósin. 

Búðu um rúmið

Byrjaðu daginn á því að búa um rúmið. Það er góð tilfinning að klára eitthvað á morgnana og það er ekki jafn freistandi að hoppa upp í vel um búið rúm. 

Ekki ýta á „blunda“

Ef þú getur ekki komist hjá því að ýta á „blunda“ er líka gott ráð að taka upp símann þegar þú ýtir á takkann og kíkja á samfélagsmiðla. Þegar vekjaraklukkan hringir næst ertu líklega búin(n) að skrolla aðeins á Facebook og Instagram og tilbúnari í að mæta deginum. 

Áttu erfitt með að vakna á morgnana.
Áttu erfitt með að vakna á morgnana. Getty images

Vakna við skemmtilegt lag

Ekki nota alltaf sama gamla tóninn fyrir vekjaraklukkuna, það fær fólk bara til að orga og slökkva á vekjaraklukkunni. Prófaðu að setja eitthvert skemmtilegt lag í staðinn eða að minnsta kosti ekki jafn pirrandi tón. 

Verðlaunaðu þig á morgnana

Hvort sem það er súkkulaðið úr dagatalinu eða góður kaffibolli. 

Vaknaðu á sama tíma á hverjum degi

Það getur verið auðveldara að vakna klukkan átta á virkum dögum ef fólk vaknar klukkan átta um helgar. Ekki koma virku morgnunum í rugl með því að sofa til hádegis um helgar. 

Fáður þér frískt loft

Andaðu að þér fersku lofti á morgnana. Ef þú átt ekki hund sem dregur þig út í göngutúr á morgnana er líka hægt að opna bara svaladyrnar og anda að sér frískandi vetrarloftinu. 

Drekktu stórt glas af vatni

Það hefur jákvæð áhrif á mann að drekka stórt glas af vatni á morgnana, ekki fara beint í kaffið. Eftir vatnsglasið er kannski í lagi að fá sér einn góðan kaffibolla. 

Mættu á morgnana

Ef þú átt ekki að mæta í vinnu klukkan átta eða níu eins og flest fólk er gott að vera með skipulagða dagskrá á morgnana. Það fær þig til að rífa þig upp úr rúminu enda óþarfi að fresta öllu fram eftir degi. 

mbl.is

Svona massar þú sumartískuna með stæl

18:00 Það tekur á að vera í takt við tískuna. Smartland auðveldar þér það, en hér er samantekt á flottustu trendunum í sumar.  Meira »

Í hnébeygju yfir klósettinu

14:00 Þjálfarinn hennar Kate Beckinsale lætur hana gera hnébeygjur yfir klósettinu.   Meira »

Íþróttaálfurinn og Gylfi á Maldíveyjum

10:00 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson og Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í fótbolta eru báðir á Maldíveyjum í brúðkaupsferð ásamt eiginkonum sínum. Þessi tvennu hjón eru þó alls ekki í sömu brúðkaupsferðinni. Meira »

„Fá þau fyrsta skammtinn frían?“

05:00 Íslensk móðir hefur áhyggjur af dóttur sinni sem er 16 ára og veltir fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að dóttir hennar dópi sig. Meira »

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

í gær Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

í gær Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

í gær Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

í gær Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

í gær „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

23.6. Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

23.6. Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

23.6. Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

23.6. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

23.6. „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »