Flexitarian nýjasta heilsu-trendið?

mbl.is/Thinkstockphotos

Flexitarian er nýjasta trendið tengt mataræði þessa dagana ef marka má BBC. Næringarfræðingurinn Emer Delaney útskýrir mataræðið. 

Almenningur vill sýna umhverfinu virðingu og er því að færast í auknum mæli í áttina að því að sneiða hjá kjötafurðum í mataræðinu sínu.“

Delaney segir flexitarian þá sem velja fæðu úr plönturíkinu umfram kjöt. Þeir sem vilja vera meira vegan en ekki alveg tilbúnir að fara alla leið.

„Þessi nálgun getur verið einstaklega góð fyrir heilsuna. Linsubaunir og hnetur eru próteinrík fæða. Valhnetur innihalda mikið af hollum ómettuðum fitusýrum, próteini og trefjum. Flestar baunategundir eru próteinríkar, fitusnauðar og trefjaríkar. Þetta eru fæðutegundir sem teljast til hjartvæns mataræðis.“

Í raun sýna rannsóknir að sögn Delaney að flexitarian fæði í bland við líkamsrækt minnki hættuna á brjósta- og blöðruhálskrabba.

Borða minna af unnum kjötvörum

Að sögn Delaney mælir hún með meira kjöti svo sem kjúklingi eða kalkúni. Hún hvetur fólk til að borða minna af unnu kjöti á borð við beikon, skinku og salami.

„Rannsóknir frá WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, sýna að ef við borðum meira en 50 gr. af unnu kjöti á dag getum við aukið hættuna á ristilkrabbameini.“

Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara út í flexitarian mataræðið ráðleggur Delaney fólki að borða í það minnsta fimm máltíðir á dag sem innihalda ávexti og grænmeti. Hún bendir fólki á að mikilvægt er að fá járn úr fæðu líkt og spínati, káli og brokkoli.

Eins mælir hún með að borða tómata til að fá C-vítamín sem hjálpar til við upptöku járns úr plöntufæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál