Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

Ferris Bueller var ekki beint veikur þegar hann tók sér …
Ferris Bueller var ekki beint veikur þegar hann tók sér veikindadag á níunda áratugnum. ljósmynd/Imdb

Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Í breskri könnun sem The Sun greinir frá fóru þeir sem eru vegan oftar til læknis á síðasta ári. Eitt þúsund manns á vinnumarkaði tóku þátt í könnuninni.

Fólk sem var vegan pantaði að meðaltali 2,6 læknistíma vegna kvefs og flensu. Meðaltalið yfir landið var hins vegar 0,7 tímabókanir.  

Tveir þriðju þeirra sem voru vegan viðurkenndu einnig að hafa tekið fleiri veikindadaga árið 2018 en árin á undan. Á meðan sagði helmingur þeirra sem borða kjöt að þeir hefðu tekið sér jafnmarga veikindadaga og venjulega og einn þriðji sagðist hafa tekið fleiri veikindadaga. 

Einhver myndi halda að þeir yngri væru hraustari en í ljós kom að ungt fólk tók þrisvar sinnum fleiri veikindadaga en þeir sem voru yfir 55 ára aldri. 

Skiptir mataræðið máli þegar flensan er annars vegar?
Skiptir mataræðið máli þegar flensan er annars vegar? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is