Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

Næringarfræðingurinn mælir ekki með of ströngu mataræði.
Næringarfræðingurinn mælir ekki með of ströngu mataræði. Getty images

Það þarf ekki endilega að vera flókið og erfitt að taka heilsuna föstum tökum eins og næringarfræðingurinn Caitlyn Elf bendir réttilega á í pistli á heilsuvefnum MindBodyGreen. Bendir hún á að auðveldara sé að ná einu stóru markmiði með því að setja sér fleiri smærri markmið. Bendir hún á fimm góð ráð sem ættu að hjálpa fólki að ná þessum markmiðum og eru þau án allra öfga. 

Eldaðu heima

Elf bendir fólki á að með því að elda heima spari það ekki bara peninga heldur viti fólk hvað sé í matnum. Ef fólk hefur ekki tíma til að elda heima alla daga hvetur hún það til þess að elda nokkrar máltíðir á sunnudögum og hita upp seinna í vikunni. 

Borðaðu sitjandi

Hún hvetur fólk til þess að setjast niður þegar það borðar. Með því að gera það í stað þess að borða á hlaupum á fólk auðveldara með að átta sig á hversu svangt það er og hvenær það er búið að borða nóg. 

Vertu með eitthvað til þess að narta í

Það kannast margir við að fara út og fatta svo allt í einu hversu svangir þeir eru, enda jafnvel úti í sjoppu. Elf segist sjálf vera með eitthvað til þess að narta í í töskunni. Þetta getur verið epli, hnetur eða jafnvel hummus og kex. 

Borðaðu það sem þig langar í

Elf segir að því sé oft ruglað saman að borða hollt og neita sér um það sem mann langar í. Þetta ráð gæti komið í veg fyrir að fólk borði yfir sig af einstökum mat þegar það loksins leyfir sér það sem það langar virkilega í. 

Breyttu til

Það verður hundleiðinlegt að borða alltaf sama matinn. Það er því gott að breyta út af vananum í stað þess að leggjast í andlegt þrot og gefast upp. 

Gott er að vera með ávexti í töskunni.
Gott er að vera með ávexti í töskunni. mbl.is/Gúna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál