Ágæti útihlaupa er þó engu síðra. Er til að mynda talið skemmtilegra að hlaupa úti. Fólk getur hlaupið nýjar og nýjar leiðir en á hlaupabrettinu er fólk alltaf í sama líkamsræktarsalnum. Ferskt loft og að eyða tíma úti í náttúrunni toppar líklega alltaf loftið í líkamsræktarsalnum. Líkaminn þarf að takast á við nýjar aðstæður þegar hann hleypur úti sem sagt er geta eflt andlegu hliðina. 

Þegar mat sérfræðinganna á inni- og útihlaupum var tekið saman kom í ljós að hlaup á hlaupabrettum kemur ekki í stað þess að hlaupa úti í náttúrunni. Hins vegar mæla þeir allir með því að blanda þessu saman.