Lagði mikið á sig til að grennast

Eva Longoria leit vel út á rauða dreglinum í Cannes.
Eva Longoria leit vel út á rauða dreglinum í Cannes. mbl.is/AFP

Desperate Housewives-stjarnan Eva Longoria var í hörkuformi þegar hún mætti á kvikmyndahátíðina í Cannes. Longoria ætlaði vera í sínu allra besta formi og leyndi hún því ekki í viðtali við Us Weekly hvað hún lagði á sig til þess að líta sem allra best út á rauða dreglinum. 

Longoria eignaðist sitt fyrsta barn síðasta sumar og hefur síðustu sex mánuði verið bæði í strangri þjálfun og á afar ströngu mataræði. Longoria grínaðist með að hún hefði lifað á lofti sem segir ýmislegt um hversu öfgafullt mataræðið var. 

„Ég hef ekki drukkið vín. Ég hef ekki borðað sykur. Ég hef ekki séð kolventi mjög lengi,“ sagði Longoria um mataræðið sitt. Sagðist hún þó ætla leyfa sér mjög mikið um leið og hún væri búin með rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. 

Longoriu er hrósað fyrir að vera í sérlega góðu formi en hún grínaðist með að leyndarmál sitt væri að skuldbinda sig til að vera svöng. „Nei, það er í alvöru bara að skuldbinda sig til að ná markmiði. Ég vildi komast í form fyrir son mitt. Það er erfitt. Það er mikil vinna að vera með börn. Ég er uppgefin. En bara að vera í formi og vera sem heilsusamlegust fyrir hann,“ sagði Longoria um markmið sitt sem hún stóð við. 

Eva Longoria lagði mikið á sig til þess að vera …
Eva Longoria lagði mikið á sig til þess að vera í góðu formi á kvikmyndahátíðinni í Cannes. mbl.is/AFP
mbl.is