Þetta lærði Linda af krabbameininu

Linda er búin að fara í sína síðustu lyfjagjöf og …
Linda er búin að fara í sína síðustu lyfjagjöf og fagnar því. Ferlið hefur verið einstaklega lærdómsríkt.

Linda Sæberg greindist með krabbamein í fyrra og hefur verið í lyfjagjöf síðan 25. febrúar. Hún segist hafa lært margt af þessu ferli en einn mikilvægasti lærdómurinn sem hún tekur með sér úr þessu ferli er hvaða orrustur við annað fólk er vert að taka og hverjar ekki. 

„Þegar ég byrjaði þetta ferli 25. febrúar sá ég alls ekki fyrir endann á þessu. Ég sá alls ekki hvernig eða hvort ég myndi komast í gegnum þetta eða lifa þetta af. Svo allt í einu er þetta bara búið,“ segir Linda á facebook-síðu sinni.

Sex sinnum á þriggja vikna fresti labbaði hún inn á Landspítalann til að mæta í gjöf. 

„Vitandi það að ég var að gera rétt, drepa allar mögulegar frumur, en einnig vitandi það að næstu vikurnar yrðu mjög erfiðar. Ég yrði kýld niður aftur og aftur og veikjast upp meir og meir. Ógeðslega erfiðar vikur fyrir mig og fjölskylduna mína. Það er búið að vera hræðilegt að horfa á manninn minn og börnin mín í þessu ferli og í raun langerfiðast. Það sem hefur verið lagt á þau og það sem þau hafa þurft að verða vitna að, upplifa og þola. En ég er búin! Ég kláraði þetta og stend enn! Við kláruðum þetta sem fjölskylda og stöndum enn!

Þetta er búið að vera erfitt. Alveg ógeðslega erfitt. Ég er búin að vera veik, mjög þung andlega, reið, sár, vonsvikin, einangruð, einmanna, missa trúna, sjá ekki framtíðina, vilja gefast upp, hætta, fara, sofna,“ segir hún. 

Linda segist hafa lært margt af þessu ferli. 

„Þetta er líka búið að vera lærdómsríkt, ástríkt, kærleiksrík og ótrúlega fallegt ferli. Fyrir okkur öll. Ég er þakklát á margan hátt að hafa fengið að læra allt sem ég lærði. Við munum standa uppi sterk og saman. 
Að fara í gegnum svona ferli kennir manni hvað það er í alvörunni í lífinu sem skiptir máli. Þú lærir að meta mómentin betur og þakka fyrir að fá að vera hér ennþá og með heilsu. Fá að hitta góða vini sem hafa staðið með ykkur, faðma fjölskylduna þína sem er búinn að vera kletturinn þinn, spjalla við foreldra þína og ömmu yfir kaffibolla sem hafa staðið með þér allan tímann, sjá börnin þín sigra dagana sína og blómstra, kyssa þau góða nótt og heyra þau segja góðan dag á morgnana, byrja og enda daginn með makanum þínum þrátt fyrir allt sem þið hafið gengið í gegnum, taka ákvarðanir sem henta ykkur og ykkar fjölskyldu, breyta til, finna ný ævintýri og lifa þessu fokking mikilvæga og merkilega lífi sem við eigum með því að eltast við draumana okkar og gera það sem veitir okkur gleði! 

Þú lærir það einnig hvaða smáatriði það eru sem eiga ekki að fá að taka pláss og orku. Hvaða stríð það eru sem eru kannski þess virði að taka. Eitur og ljót hegðun stöðvast víst ekki þrátt fyrir að fólk sé að ganga í gegnum eitthvað í líkingu við það sem síðasta hálfa ár er búið að vera hjá okkur. Nei, síðustu vikur hafa nefnilega því miður boðið upp á framkomu sem taka alla orku frá veikum manneskjum og maka. Orku sem á bara að fara í það að hlúa að sér og sigra veikindin. En það er fegurðin sem við lærum á ferli sem þessu. Við færum fólk og hluti á milli hólfa. Það sem var í innstu hringjum fer í þá ystu og óvænt fólk og mikilvægir hlutir fara úr ytri hringjum í þá innstu. Einnig lærir maður hvaða stríð þú þarft að taka og hvaða stríð er ekki þess virði að eyða orku og tíma í. Þú neitar að taka þátt í leiðinlegum hlutum eða fólki sem á þig ekki skilið. Þú vilt bara jákvæðni, gleði og fallega orku í líf þitt eftir þetta. Veröld þar sem meira er af því sem á að vera og minna af því sem á ekki að vera. Enda eina sem skiptir máli!

En hèr erum við! Búin með þennan kafla! Við komumst í gegnum þetta! Við sigruðu þetta! Við erum hér enn! Þessi hluti baráttunnar er búinn.“

Hér er Linda Sæberg ásamt börnunum sínum og manninum sínum, …
Hér er Linda Sæberg ásamt börnunum sínum og manninum sínum, Steinari Inga Þorsteinssyni, sem hefur staðið eins og klettur við bakið á henni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál