Var 25 kílóum of þungur

Stranger Things-leikarinn Dacre Montgomery.
Stranger Things-leikarinn Dacre Montgomery. mbl.is/AFP

Stranger Things-stjarnan Dacre Montgomery lítur ekki út fyrir að hafa verið 25 kílóum of þungur fyrir örfáum árum en svo er hins vegar raunin. Hinn 24 ára gamli ástralski leikari segir í viðtali við Men's Health að það hafi verið einfalt að léttast þegar hann tók sér pásu frá námi eftir menntaskóla. 

Menntaskólinn reyndist Montgomery sem fer með hlutverk Billy í Netflix-þáttunum erfiður. „Ég var mjög stór krakki,“ sagði Montgomery sem var 90 kíló í menntaskóla og var ekki nógu góður í íþróttum, nógu myndarlegur og passaði líka illa inn í leikfélagið. Hann segist þó aðallega hafa misst 25 kíló á því að byrja að fara í ræktina og hlaupa á hlaupabretti. 

Hann reyndi að lyfta eftir að hann grenntist en meiddist þegar hann reyndi að lyfta of þungu sem gerir það að verkum að hann lyftir ekki lóðum í dag. Í stað þess að lyfta hefur hann til að mynda stundað box auk þess sem hann notar teygjur við æfingar. Til þess að byggja upp ákveðið útlit fyrir hlutverk sitt í Stranger Things segist hann hafa borðað mikið auk þess að æfa. Hann borðaði mikið af kolvetnum og mikið af kjöti. 

Hreyfing hefur ekki bara hjálpað Montgomery að komast í betra form heldur nýtir hann hreyfingu til þess að takast á við kvíða og eyða tíma milli verkefna. „Að drepa tímann. Það er stór hluti af því, ekki bara sem leikari heldur sem maður í lausavinnu. Svo þú verðir ekki bara brjálaður og hafir of miklar áhyggjur af því hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Montgomery um kosti þess að hreyfa sig. 

View this post on Instagram

May 23rd at @hm . #HM #StrangerThings #ad

A post shared by Dacre Montgomery (@dacremontgomery) on May 21, 2019 at 5:28am PDTDacre Montgomery grenntist þegar hann byrjaði að hlaupa á hlaupabretti.
Dacre Montgomery grenntist þegar hann byrjaði að hlaupa á hlaupabretti. mbl.is/AFP
mbl.is