Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

Gabrielle Union er í fantaformi.
Gabrielle Union er í fantaformi. skjáskot/Instagram

Leikkonan Gabrielle Union fagnar 46 ára afmæli á árinu en eins og svo margar aðrar leikkonur virðist hún bara yngjast með árunum. Hún mætir oft í viku í ræktina og oft má sjá hana og eiginmann hennar Dwyane Wade saman í ræktinni í Los Angeles.

Union, sem núna er dómari í hæfileikakeppninni America's Got Talent, segir að hún fari ekki bara í ræktina til að líta vel út heldur einnig vegna heilsunnar. „Í fjölskyldusögunni er sykursýki, hár blóðþrýstingur og of hátt kólesteról sem ég veit að getur tekið mann fyrir aldur fram. Ég hreyfi mig ekki bara af því ég fæ mikið út úr því, heldur af því að ég vil lifa,“ sagði Union í viðtali við Woman's Health árið 2017. 

Gabrielle Union og eiginmaður hennar Dwyane Wade sjást oft saman …
Gabrielle Union og eiginmaður hennar Dwyane Wade sjást oft saman í ræktinni. skjáskot/Instagram

Hún er í fantaformi miðað við myndirnar sem hún birti nýlega af sér í fríi ásamt Wade við stendur Ítalíu. En hvernig fer hún að þessu? Í nýlegri færslu á Instagram sýndi hún frá einni æfingu. Hún hitaði upp með því að fara í skíðavélina. Því næst fór hún á stigavélina. Union tók einnig réttstöðulyftu og framstig með ketilbjöllum og kláraði æfinguna á að ýta sleða til skiptis við planka á stöðugleikabolta. 

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hana taka aðra æfingu. Hún tekur uppstig, krefjandi kviðæfingar og ýmsar útfærslur af hnébeygjum.

mbl.is