Var þunglynd og óheilbrigð áður en hún fór í dvala

Renee Zellweger tók sér frí frá sviðsljósinu.
Renee Zellweger tók sér frí frá sviðsljósinu. mbl.is/AFP

Leikkonan Renee Zellweger segist hafa verið bæði þunglynd og óheilbrigð áður en hún tók sér hlé frá sviðsljósinu fyrir fimm árum. 

Zellweger stígur nú á ný inn í sviðsljósið eftir hléið og frumsýnir kvikmyndina Judy í haust. Myndin fjallar um ævi leik- og söngkonunnar Judy Garland. 

Hún segist í viðtali við Vulture hafa farið til sálfræðings fyrir nokkrum árum sem benti henni á að hún væri opinber persóna 99% tímans. Hún þyrfti að breyta því og hafa minna að gera. 

„Ég þurfti að hætta því að vera alltaf að gera eitthvað, að vita ekki hvað ég væri að gera næstu tvö árin fram í tímann. Ég vildi leyfa einhverjum slysum að gerast,“ sagði Zellweger. Hún bætti við greiningu frá Sölmu Hayek til að útskýra betur upplifun sína: „Rósin er ekki í blóma allan ársins hring nema hún sé úr plasti.“

„Ég var ekki heilbrigð. Ég hugsaði ekki um sjálfa mig. Ég var síðust í forgangsröðinni,“ sagði Zellweger. Hún sagði einnig að hún hefði ekki átt heima neins staðar, heldur aðeins lifað í tveimur ferðatöskum, svo upptekin var hún.

Zellweger í hlutverki Judy Garland. Þetta er fyrsta myndin sem …
Zellweger í hlutverki Judy Garland. Þetta er fyrsta myndin sem hún leikur í eftir hléið. skjáskot/Youtube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál