Mjög góðar rassæfingar Önnu Eiríks

Anna Eiríksdóttir er hér með mjög góðar æfingar fyrir þá …
Anna Eiríksdóttir er hér með mjög góðar æfingar fyrir þá sem vilja styrkja afturendann.

Anna Eiríksdóttir sem rekur vefinn annaeiriks.is hefur síðustu tvo áratugina eða svo hjálpað fjölmörgum að hugsa vel um líkamann. Ef þú kemst ekki út úr húsi er sniðugt að gera þessar æfingar heima. 

„Þessar æfingar styrkja rassvöðvana en frábært er að gera þær þrisvar sinnum í viku, annaðhvort sem stutta æfingu eða eftir göngutúr eða aðra góða hreyfingu. Þær eru einfaldar og krefjast engra áhalda og því hægt að gera hvar sem er. 

Hver æfing er framkvæmd í 30 sekúndur og eru allar æfingarnar gerðar á sömu hliðinni áður en allt er gert hinumegin. Gott er að endurtaka æfingalotuna 2-3 sinnum,“ segir Anna í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

mbl.is