45 kílóin fuku ekki í ræktinni

Jessica Simpson eignaðist sitt þriðja barn á þessu ári.
Jessica Simpson eignaðist sitt þriðja barn á þessu ári. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Jessica Simpson hefur misst 45 kíló á þeim 6 mánuðum sem liðnir eru síðan hún eignaðist dóttur sína Birdy. Þau kíló fuku ekki í ræktinni segir einkaþjálfarinn hennar, heldur með heildrænni nálgun á heilsu. 

Simpson hringdi í einkaþjálfarann sinn Harley Pasternak stuttu eftir fæðinguna. „Ég hef eiginlega hjálpað henni í hvert skipti sem hún hefur átt barn, en í þetta skiptið var það aðeins öðruvísi þar sem hún var 108 kíló eftir fæðingu. Þetta er svolítið það sem gerist þegar þú ert ólétt reglulega á einum áratug svo þetta var aðeins meiri áskorun heldur en eftir hin tvö börnin,“ sagði Pasternak.

„Meginmunurinn núna var að jú hún fór í ræktina, en breytingin var meiri í hennar eigin tíma. Hún var svo ákveðin og jákvæð. Hún sagði að líkaminn hennar hefði ekki tilheyrt henni í áratug. Ekki á slæman hátt heldur jákvæðan - líkaminn hennar hefur skapað líf og núna er hann hennar aftur og hún ætlar að gera hann frábæran aftur á virkilega jákvæðan hátt,“ sagði Pasternak.

Þau Simpson, Pasternak og aðstoðarmaður hans Sydney Liebs unnu saman að því að nálgast málið á heildrænan hátt í stað þess að fara strax í ræktina. Simson fékk fimm dagleg markmið: ná skrefafjölda, sleppa tækni í eina klukkustund, sofa nóg, borða hollt og fara á æfingu. 

Fyrsta markmiðið reyndist henni auðvelt þar sem hún elskar að ganga og það er eitthvað sem hún getur gert með börnum sínum. Hún byrjaði að ná 6 þúsund skrefum á dag og jafnt og þétt var hún komin upp í 12 þúsund skref á dag. 

Hún fylgdi mataræði Pasternak, þrjár máltíðir á dag og tvö millimál. Í öllum máltíðunum og millimálunum var prótein, trefjar og fita. Hann segir að þetta snúist allt um jafnvægi og hófsemi og þó hún fari í afmæli eða á stefnumót með eiginmanninum megi hún fá sér það sem hún vill. 

Simpson fór svo þrisvar í viku í ræktina í 45 mínútur í senn. „Mantran mín er að þú grennist í lífinu og styrkir þig í ræktinni. Svo allt þyngdartapið má rekja til alls þess sem hún gerði fyrir utan ræktina, allt sem við gerðum í ræktinni var að styrkja hana,“ sagði Pasternak. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál