Svona fór Linda Rún að því að léttast um 30 kíló

Linda Rún Traustadóttir aðstoðarleikskólastjóri var lengi í mjög mikilli ofþyngd. Hún segir að það hafi háð henni mikið en árið 2012 ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum en þá var hún orðin 130 kíló. Í dag er hún búin að létta sig um 30 kíló og segist vera hvergi nærri hætt. 

Þegar hún var búin að léttast mikið fann hún fyrir auknu hárlosi og fór því að taka inn kollagen. Á tveimur vikum fann hún mikinn mun á hárlosinu og svo leið henni líka betur í liðunum. Hún segir að kollagenið hafi líka hjálpað húðinni að dragast betur saman. 

Þegar hún var heimsótt á dögunum útbjó hún sinn kollagen-drykk sem hún drekkur daglega og tekur gjarnan með sér í nesti í vinnuna. 

Kaffidrykkur Lindu

Stór bolli kaffi

1 skeið kollagen

1 teskeið hreint kakó

1-2 msk sykurlaust Torani sýróp

1 msk smjör

1 msk MCT olía

1 egg

Þeytt saman í ca 10 sek í blandara.

mbl.is