Léttist um 44 kíló á tveimur árum

Mouna El Khory léttist um 44 kíló á tveimur árum.
Mouna El Khory léttist um 44 kíló á tveimur árum. skjáskot/Instagram

Mouna El Khory léttist um 44 kíló á tveimur árum eftir áralanga baráttu við vigtina. Þegar hún var sem þyngst var hún 104 kíló, en í dag er hún 62 kíló og er gengin 18 vikur með sitt annað barn. 

El Khory hafði glíma við ofþyngd frá þrettán ára aldri. Hún þyngdist, fór í megrun, léttist og þyngdist svo aftur. Þegar hún var 18 ára greindist hún svo með sykursýki tvö. Hún glímdi við miklar hormónasveiflur í kjölfarið og var síðar greind með PCOS. „Allt það varð til þess að ég var alltaf að þyngjast og léttast til skiptis. Ég varð bara rugluð í óheilbrigðum heimi, því það er ekki mjög auðvelt að finna eitthvað sem virkar fyrir mann,“ segir El Khory

Hún átti erfitt að finna mataræði sem hentaði hennar lífstíl og gafst í sífellu upp á nýju og nýju mataræði. Hún átti líka erfitt með að taka heilsufar sitt alvarlega og tók ekki alltaf lyfin sín sem skyldi. 

Á endanum ákvað hún að hún skyldi einblína á mataræðið sitt. Á einu á hálfu ári losnaði hún við einkenni PCOS og sykursýkin varð mun betri. „Ég held að ástæðan af hverju ég hélt þeim lífstíl ekki við var að ég var ekki nógu þroskuð til að skilja að þegar maður finnur eitthvað sem virkar fyrir mann, þá getur maður ekki farið til baka,“ segir El Khory. Á þeim tíma hafði hún ekki heldur kynnst ketó-mataræðinu. 

Hún missti tvö fóstur og varð svo á endanum ólétt. Hún þyngdist um 18-20 kíló á meðgöngunni og hélt áfram að þyngjast eftir að hún hafði eignast sitt fyrsta barn. Þegar sonur hennar var eins árs gamall var hún 104 kíló. 

El Khory og eiginmaður hennar eiga von á öðru barni.
El Khory og eiginmaður hennar eiga von á öðru barni. skjáskot/Instagram

„Ég var á vondum stað, ég var þunglynd. Ég var þreytt, bara það að fara með syni mínum á leikvöllinn var átak. Ég gat ekki leikið við hann. Ég var úrvinda. Mér leið eins og ég gæti ekki haldið áfram,“ segir El Khory.

Einn daginn brotnaði hún algjörlega niður og ákvað að hún þyrfti að finna eitthvað sem virkaði fyrir hana. Hún fór á YouTube og sló inn orð eins og lífstílsbreyting og þyngdartap. Þá uppgötvaði hún ketó-mataræðið. Ketó, eins og svo margir vita, byggir á því að borða mikið af fitu, slatta af próteini og lítið sem ekkert af kolvetnum. 

„Ég elska mat. Þannig að þegar ég fann ketó mataræðið hugsaði ég bara „hvar hefur þetta verið allt mitt líf?“

El Khory gerði þó þau mistök eins og margir gera í byrjun og borða frekar óholla fæðu. Hún hugsaði með sér að loksins gæti hún notið allra skyndibitanna án þess að hafa áhyggjur af því að fitna. 

Þegar vigtin haggaðist ekki neitt áttaði hún sig á því að þetta væri ekki rétta leiðin að ketó og snar minnkaði skyndibitana. Síðan ákvað hún að prófa tímabundna föstu samhliða ketó. Á fyrstu þremur mánuðunum missti hún 20 kíló. Á næstu mánuðum missti hún 10 kíló og árið eftir það missti hún 14 kíló til viðbótar. Þá var hún algjörlega búin að finna hvað virkaði fyrir hana og skapa jafnvægi í mataræðinu og lífinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál