Svona borðar Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow er meðvituð um það sem hún lætur ofan …
Gwyneth Paltrow er meðvituð um það sem hún lætur ofan í sig. AFP

Gwyneth Paltrow, leikkona og lífstílsgúru, fór yfir það hvað hún borðar á venjulegum degi í viðtali við Harper's Bazaar. Paltrow er þekkt fyrir að huga vel að heilsunni og það kemur bersýnilega í ljós á mataræði hennar. 

Paltrow vaknar snemma en borðar helst ekki morgunmat. Segist hún vera lítið fyrir morgunmat en fær sér einstaka sinnum dögurð um helgar. Það fyrsta sem hún gerir er að láta matskeið af kókosolíu bráðna í munninum á meðan hún dregur frá á morgnana. Hún gerir þetta til þess að fjarlægja bakteríur úr munninum. Hún drekkur síðan kaffi áður en börnin vakna. 

Paltrow heldur næst í ræktina þar sem hún drekkur vatn með C-vítamíni í og öðrum góðum bætiefnum. Eftir líkamsrækt á morgnana kaupir Paltrow sér oft góðan og prótínríkan þeyting á leiðinni á skrifstofu lífsstílsfyrirtækisins Goop sem hún stjórnar. Ef hún er á hraðferð borðar hún prótínstykki. 

Mikið grænmeti

Í hádeginu fær hún sér salat með prótíni. Stundum er verið að prófa hollan mat á skrifstofu hennar og borðar hún hann. Í kaffitímanum fær hún sér eitthvað salt og stökkt eins og hnetur eða saltstangir. Hún drekkur svo grænt te og lætur það duga fram að kvöldmat. 

Paltrow borðar kvöldmat snemma, yfirleitt klukkan sex eða hálfsjö. Henni finnst ekki gott að fara að sofa með fullan maga. Það er alltaf grænmetisréttur í boði heima hjá henni þar sem dóttir hennar er grænmetisæta. Hún hins vegar borðar kjöt en aðaluppistaðan virðist vera grænmeti. 

Franskar og vín í hófi

Þegar Paltrow svindlar finnst henni gott að fá sér franskar kartöflur. Hún segist einnig reyna að drekka sjaldan vín en stundum kalli hins vegar dagurinn á smá vín í lok dags. Segist hún einnig vera orðin of gömul til þess að drekka mikið vín og verða þunn.  

Hér að neðan má sjá Gwyneth Paltrow segja frá mataræði sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál