Þú getur reykspólað í Hafnarfjörð ef þú vilt eggin hans Valla

Kristinn Árnason og Valgeir Magnússon hjá Landnámseggjum.
Kristinn Árnason og Valgeir Magnússon hjá Landnámseggjum.

Valgeir Magnússon, eða Valli Sport eins og hann er kallaður, er orðinn bóndi og farinn að rækta landnámshænur. Á dögunum stofnaði hann fyrirtækið Landnámsegg ehf. Um helgina afhenti hann fyrstu eggin en umbúðirnar eru frekar nýstárlegar þar sem sjö eggjum er pakkað í eina lengju. 

„Já þetta var merkileg stund þegar við sáum umbúðirnar komnar í búðina og með hinum eggjunum í kælinum. Nú er bara að sjá hvernig fólk tekur í þetta en við trúum því að fólk sé tilbúið núna árið 2020 að borga meira fyrir gæði og því ætti að vera pláss fyrir lítið eggjabú eins og okkur á markaðnum,“ segir hann. 

Valli segist vera spenntur að sjá hvernig muni ganga. 

„Nú erum við bara spennt að heyra hvernig fólki líkar varan en við ráðum ekki við að framleiða meira en bara fyrir búðina í Hrísey og Fjarðarkaup eins og er. En við munum stækka búið smám saman næstu mánuðina og það er aldrei að vita nema við náum að selja víðar síðar.“

Hér eru þeir Valgeir og Kristinn ásamt Gunnlaugi Bragasyni hjá …
Hér eru þeir Valgeir og Kristinn ásamt Gunnlaugi Bragasyni hjá Fjarðarkaupum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál