Sagt upp vegna þess að hún var of feit

Dreyer þegar hún var sem þyngst og svo í dag.
Dreyer þegar hún var sem þyngst og svo í dag. Skjáskot/Instagram

Kærasti Alidu Dreyer hætti með henni af því hann sagði hana of feita. Dreyer tók málin í sínar hendur og sýndi honum í tvo heimana með því að léttast um 76 kíló á einu ári.

Dreyer er 27 ára og frá Sydney í Ástralíu. Hún hafði verið í yfirþyngd frá því hún var barn og segist hafa verið mikið strítt í skólanum vegna þess. 

Þegar hún var 13 ára greindist hún með PCOS, en sá sjúkdómur getur leitt af sér þyngdaraukningu. Dreyer segir að það hafi þó ekki verið eina ástæðan fyrir að hún var orðin 140 kíló heldur af því hún var með matarfíkn. Sem unglingur var hún mjög þunglynd vegna þyngdar sinnar og segist hafa íhugað að taka sitt eigið líf. 

Dreyer var lögð í einelti sem barn.
Dreyer var lögð í einelti sem barn. Skjáskot/Instagram

„Það var matarfíknin mín sem leiddi til þess að ég þyngdist svona mikið. Ástæðan fyrir fíkninni var meðal annars erfitt samband við mömmu mína sem minnti mig á að ég væri feit og ætti ekki að borða það sem ég var að borða,“ segir Dreyer í viðtali. 

Hún bætir við að henni hafi liðið eins og það eina sem hún hafði stjórn yfir í lífi sínu hafi verið maturinn sem hún lét ofan í sig. Hún tókst á við allar tilfinningar með því að borða.

Dreyer var í engu formi og gat ekki gengið 100 metra án þess að verða móð og fá nuddsár á milli fótleggjanna. Hún þurfti að þola ljótar athugasemdir frá öllum sem hún átti samskipti við og fjölskylda hennar var hvað verst. 

„Mér leið eins og enginn gæti elskað mig eins og ég var svo ég breyttist í „já-stelpuna“ sem samþykkti allt. Ég hataði líkama minn og faldi hann með víðum fötum. Ég klæddist flegnum bolum til að reyna að draga athyglina frá líkamanum mínum,“ sagði Dreyer. 

Hún eignaðist fyrsta kærastann sinn þegar hún var 20 ára en var of feimin til að sýna honum líkama sinn nakinn. Þegar hún var 23 ára langaði hana að eignast börn en læknar sögðu henni að það gæti orðið mjög erfitt fyrir hana þar sem hún væri of feit. 

Frekar mikill munur.
Frekar mikill munur. Skjáskot/Instagram

„Viku seinna endaði eitraða sambandið mitt og heimurinn minn hrundi. Ég þurfti að horfast í augu við sjálfa mig. Frá þeim degi ákvað ég að ég þyrfti að læra að elska sjálfa mig,“ sagði Dreyer.

Og það gerði hún með bættu mataræði og hreyfinu. Hún fór einnig í hjáveituaðgerð. Þegar hún hafði misst 76 kíló þurfti hún einnig að fara í aðgerð til að fjarlægja auka húð. „Ég var með svo mikið af auka húð að ég fékk reglulega sýkingar því hún rifnaði og slitnaði,“ sagði Dreyer.

Svona lítur Alida Dreyer út í dag.
Svona lítur Alida Dreyer út í dag. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál