Fékk kvikasilfurseitrun á heilsumataræði

Janelle Monáe hætti að borða kjöt.
Janelle Monáe hætti að borða kjöt. AFP

Tónlistarkonan Janelle Monáe lenti illa í því eftir að hún hætti að borða kjöt. Í viðtali við The Cut segir Monáe að hún hafi fengið kvikasilfurseitrun þegar hún var „pesceterian“. Fólk sem fylgir mataræðinu borðar sjávarfang og grænmeti auk þess sem hefðbundnar dýraafurðir eins og mjólkurvörur og egg eru leyfilegar. 

„Ég byrjaði að finna fyrir dauðleika mínum,“ segir Monáe um veikindin. Komu veikindin upp í viðtalinu þegar talið barst að barneignum. Sagðist hún vilja vera handviss um að hún væri nógu hraust áður en myndi reyna að eignast barn. Þarf hún að jafna sig á kvikasilfurseitruninni. 

Á Vísindavefnum er fjallað um kvikasilfurseitrun. Þar kemur fram að eitrunin geti haft slæm áhrif á fóstur.

„Þar sem margar barnshafandi konur hafa orðið fyrir eitrun af þessu tagi hafa eituráhrif metýlkvikasilfurs á börn þeirra verið rannsökuð. Komið hefur fram að heilinn er mjög viðkvæmur fyrir metýlkvikasilfri á fósturskeiði og ýmsar truflanir koma fram, eins og skert geta til að hugsa og einbeita sér, skert minni og hreyfigeta, jafnvel þótt engin eða lítil áhrif komi fram á móðurinni,“ stendur á Vísindavef Háskóla Íslands. 

Janelle Monáe.
Janelle Monáe. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál