Hindberjabomba með kollageni

Langar þig að hressa þig örlítið við eftir doða samkomubanns sem einkenndist af kökubakstri og náttfatahangsi? Ein góð leið til að hressa sig við er að hafa eina máltíð á dag í fljótandi formi. Þetta getur verið morgunmatur, hádegismatur eða kvöldmatur. Fer allt eftir stemningu hjá hverjum og einum. 

Hindberjabomba! 

1 bolli vatn

12 möndlur

2 steinlausar döðlur

2 msk. chia fræ

2 tsk. kanill

2 skeiðar Feel Iceland-kollagenduft

handfylli frosin hindber

Aðferð: 

Allt sett í blandara og þeytt saman. 

Ef þið vantar meiri fyllingu eða aðeins meiri olíu í mataræðið er sniðugt að setja ólívuolíu út í eða hörfræolíu. Fer allt eftir hvað þú þarft til að hafa það betra. 

mbl.is