Fékk greitt fyrir að vera stærri

Grínleikkonan Rebel Wilson.
Grínleikkonan Rebel Wilson. AFP

Ástralska leikkonan Rebel Wilson segir í viðtali við The Sun að hún hafi fengið greitt fyrir að halda sér í yfirþyngd. Wilson ákvað í byrjun árs að taka heilsuna föstum tökum og létta sig. 

„Ég var í starfi þar sem ég fékk háar upphæðir fyrir að vera í yfirstærð, og það getur stundum ruglað í höfðinu á manni,“ sagði Wilson. Hún segir að það hafi haft mikil áhrif á hana andlega að halda sér í þessari þyngd. 

Wilson hefur áður talað um það í viðtölum að hún hafi fengið samning hjá bandarískri umboðsskrifstofu aðeins vegna þess að þau höfðu ekki neinn annan á samningi sem leit út eins og hún. 

Wilson segist hafa fengið greitt fyrir að halda sér í …
Wilson segist hafa fengið greitt fyrir að halda sér í ofþyngd. Samsett mynd

Hennar fyrsta hlutverk í bandarískri kvikmynd var hlutverk „Fat Amy“ eða „Feitu Amy“ í kvikmyndinni Pitch Perfect. Kvikmyndin kom henni algjörlega í kortið. 

Hún segir að heilsumarkmið sín snúist ekki bara um að missa ákveðinn kílóafjölda heldur einnig um að takast á við andleg vandamál og skilja af hverju hún borðar of mikið. „Ég varð fertug í mars og ég hugsaði bara með mér að þetta væri árið sem ég ætlaði bara að einbeita mér að heilsunni,“ sagði Wilson. 

Wilson opinberaði markmið sín í byrjun árs þar sem hún sagðist ætla komast niður í 75 kíló og hefur síðan þá reglulega deilt myndum af sér. 

Rebel Wilson hreyfir sig mikið.
Rebel Wilson hreyfir sig mikið. Skjáskot/Instagram
mbl.is