Varð fertug á árinu og sjaldan liðið betur

Jordana Brewster varð fertug á árinu.
Jordana Brewster varð fertug á árinu. mbl.is/skjáskot Instagram

Leikkonan Jordana Brewster var nýverið á forsíðu Health tímaritisins. Hún segir myndartökuna hafa gengið vel og orkan hafi verið mikil í ljósmyndatökunni. 

Hún segir æðruleysi koma henni í gegnum margt. Að hún ímyndi sér stundum sjóinn, hversu stilltur hann er undir niðri, þó stundum sé hann úfinn á yfirborðinu.

Þegar kemur að útliti þá elskar hún að hugleið og fara í bað. Hún hleypur mikið og lyftir lóðum.

Þegar kemur að matarræðinu, þá reynir hún að gera alla rétti sem hún kann, holla. Hún notar brún hrísgrjón, gróft tortilla brauð og þar fram eftir götunum.

Hún leyfir sér eftirrétti og segir lykilinn að lífshamingjunni fyrir alla að setja sjálfa sig í fyrsta sætið. Þó það geti virkað sjálfselskt í fyrstu. En það sé það eina sem virkar fyrir hana. 

Brewster varð fertug á árinu og hefur sjaldan eða aldrei litið betur út. 

View this post on Instagram

A post shared by jordanabrewster (@jordanabrewster) on Jun 12, 2020 at 11:56am PDT

mbl.is