Rebel Wilson sýnir nýtt vaxtarlag

Rebel Wilson lítur vel út.
Rebel Wilson lítur vel út. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson er á mikilli vegferð þegar kemur að heilsurækt. Hún hefur sett sér það markmið að verða 75 kg á árinu. Á samfélagsmiðlinum Instagram deilir Wilson með aðdáendum sínum myndum af sér í ræktinni eða úti að hreyfa sig. Nú síðast deildi hún mynd á sér í fjallgöngu í níðþröngum íþróttafötum. Árangurinn af allri þessari hreyfingu er orðinn mjög greinilegur og hefur leikkonan sjaldan litið betur út.

Það er sjáanlegur árangur á milli ára.
Það er sjáanlegur árangur á milli ára. Samsett mynd.
View this post on Instagram

#PalmBeach #Hayden #Pooches4Lyfe ps my athleisure is @gymshark

A post shared by Rebel Wilson (@rebelwilson) on Jul 20, 2020 at 2:51am PDTmbl.is