Wilson notar Mayr-aðferðina til að léttast

Rebel Wilson hefur stuðst við Mayr-aðferðina.
Rebel Wilson hefur stuðst við Mayr-aðferðina. AFP

Ástralska leikkonan Rebel Wilson tilkynnti í byrjun árs að hún ætlaði að taka heilsuna í gegn á árinu. Wilson setti sér það markmið að komast niður 75 kíló á árinu. Til að ná markmiðum sínum hefur hún stuðst við Mayr-aðferðina. 

Mayr-aðferðin snýst um að bæta heilsuna í gegnum meltinguna. Í viðtali við People segist Wilson hafa kynnst aðferðinni þegar hún fór í heilsumiðstöðina Viva Mayr í Austurríki. Mayr-aðferðin er byggð á „Mayr-lausninni“ sem læknirinn Franz Xaver Mayr fann upp fyrir tæpum 100 árum. Mayr trúði því að flest fólk eitraði meltingarkerfi sitt með matnum sem það borðaði og hvernig það borðaði hann.

„Allt byrjar í meltingarveginum,“ sagði læknirinn Christine Stossier í viðtali við The Guardian árið 2017 um aðferðina. Heilsumiðstöðin notar hugmyndafræði Mayrs til að hjálpa viðskiptavinum sínum.

Máltíðirnar snúast um að borða mjög hægt og borða heilsusamlegan basískan mat eins og grænmeti, ferskan fisk og jógúrt úr kindamjólk. Viðskiptavinirnir mega ekki hafa símann með sér á matartímum og drekka ekki vatn á meðan þeir borða. 

Wilson dvelur ekki lengur á heilsumeðferðarstöðinni í Austurríki en hún fylgir enn aðferðinni heima hjá sér.

„Hún æfir með einkaþjálfara allt að sex sinnum í viku, fer í göngutúra og hefur reynt að auka prótínríka fæðu í mataræðinu sínu. Ég veit líka að hún hefur verið að vinna í andlegu hliðinni sem snýr að matmálstímum.“ 

Rebel Wilson hreyfir sig sex sinnum í viku.
Rebel Wilson hreyfir sig sex sinnum í viku. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál