Myndi aldrei vinna með feitu fólki

Samantha Yardley segir að feitt fólk sé ekki með rétta …
Samantha Yardley segir að feitt fólk sé ekki með rétta hugarfarið og að það eigi að taka ábyrgð á sjálfu sér.

Breski þjálfarinn Samantha Yardley hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ummæli sín um að vilja ekki vinna með feitu fólki. Í bloggfærslu fyrr í þessum mánuði sagðist hún ekki vilja vinna með feitu fólki því það hefði ekki rétta hugarfarið til að ná árangri. 

Í færslu sinni sagði hún að feitt fólk hefði enga sjálfstjórn. Hún sagðist ekki trúa því að fitusmánun væri rétta leiðin en að samfélagið ætti ekki að samþykkja fólk sem er í yfirþyngd. 

„Sem kona í viðskiptum og fyrrum starfsmaður, myndi ég vinna með gríðarlega feitu fólki? Nei ég myndi ekki gera það. Það er harkaleg fullyrðin en sönn,“ sagði hún í færslu sinni. 

„Ég sé að þetta fólk hefur ekki rétta hugarfarið, hefur enga sjálfstjórn og sýnir alvarlega truflaða manneskju sem er líklega orkulaus og við lélega heilsu.“

Yardley mætti í spjall í morgunþættinum The Morning á miðvikudaginn síðastliðinn þar sem hún stóð við orð sín og sagði að feitt fólk ætti að taka ábyrgð á sjálfu sér.

Hún sagði einnig að föt í yfirstærðum ættu að vera minna sjáanlegri í búðum svo erfiðara sé að nálgast þau. Þau gæti verið hvatning fyrir fólk í stærri stærðum til að grennast. 

„Við erum öll dæmd út frá því hvernig við lítum. Ég dæmi ekki nokkurn mann fyrir að vera aðeins í yfirþyngd. En manneskja sem er allt of feit, þá myndi mig gruna að hún væri með lítið sjálfstraust, jafnvel lifi röndum lífsstíl eða það er undirliggjandi vandamál,“ sagði Yardley í þættinum. 

Hún benti einnig á að fólk sem er í yfirþyngd taki næstum því tvöfalt fleiri veikindadaga og séu orkulausari og latari.

mbl.is

Bloggað um fréttina