Svona styrkja sérfræðingarnir ónæmiskerfið á veirutímum

Það eru til fjölmargar leiðir að mati sérfræðinga til að …
Það eru til fjölmargar leiðir að mati sérfræðinga til að efla ónæmiskerfið og forðast veikindi. mbl.is/Colourbox

Womens Health hefur tekið saman nokkur skotheld ráð sem sérfræðingar í Bandaríkjunum eru að tileinka sér til að byggja upp sterkt ónæmiskerfi. 

Á samfélagsmiðlum má finna fjöldann allan af áhrifavöldum sem eru að kynna leiðir til að efla ónæmiskerfið á skjótan hátt. Slíkt er óraunhæft að mati sérfræðinga greinarinnar sem segja að það taka tíma. 

Það er sem dæmi ekki hægt að taka vítamín í eina viku til að efla ónæmiskerfið, af því einhver í kringum þig er veikur ef marka má Dr. E. John Wherry sem stýrir stofnun Ónæmis í Háskólanum í Pennsylvaníu. Hann segir algjörlega hægt að stuðla að sterkara ónæmiskerfi með ákveðnum lífstílsbreytingum. 

Hér eru nokkrir hlutir sem fólk ætti að huga að:

Svefn

Sérfræðingar eru sammála um að svefn sé lykilatriði þegar kemur að ónæmiskerfinu. Fólk ætti því að stefna að því að sofa í það minnsta sjö tíma á nóttu segir Dr. Wherry. 

Rannsóknir sýna að fólk sem sefur sex tíma eða minna á nóttunni sé fjórum sinnum líklegra til að smitast af kvefi en þeir sem sofa meira. 

Þú ættir því að gera allt sem þú getur til að fjárfesta í góðum svefni og koma þér upp venjum sem styðja við að þú sofir vel. 

Dagsbirta

Dr. Mariana Figueiro fer í hálftíma göngu hvern morgun. Birtan hefur góð áhrif á fólk og hjálpar því að halda rútínu yfir daginn og eflir ónæmiskerfið. Ef engin birta er úti eða mikið um ský, þá notar hún ljóslampa (e happy light) í allt að klukkustund. 

Magnesium

Næringarfræðingurinn Mikka Knapp leggur mikið á sig til að fá sem mest af magnesíum úr fæðunni. Magnesíum má finna í spínati, baunum og hnetum svo eitthvað sé nefnt. 

Magnesíum aðstoðar líkamann og heilann við að slaka á og getur aukið á gæði svefns svo eitthvað sé nefnt. 

Hiti

Dr. Rebecca Robbins mælir með því að fólk hafi 18 gráðu hita í svefnherberginu því það eykur gæði svefns á nóttunni. 

Æðruleysi

Megan Roche gerir allt hvað hún getur til að ná góðum svefni en hún er einnig æðrulaus þegar kemur að því að að gera hlutina þannig að þeir séu fullkomnir. Það á við um svefninn hennar einnig. 

Efnaskipti

Dr. Daniel M. Davis segir að stress og mikið áreiti hafi neikvæð áhrif á ónæmiskerfið. 

Hann segir ómögulegt að lifa lífi án streitu en það séu fjölmargar leiðir sem hægt er að tileinka sér til að ráða betur við almenna streitu í lífinu. 

Þakklæti

Sálfræðingurinn Joy Lere bendir á að rannsóknir styðja hjálpsemi þess að vera þakklátur. Það er ekki flókið að skrifa niður þakklætislista, kvölds og morgna. Þakklætið kemur fólki í rökhugsun og hjálpar til við andlegt ástand yfir daginn. 

Að vinna daginn

Sálfræðingurinn Kevin Gilliland segir að þegar hann upplifir streitu þá setji hann alla athyglina á hluti sem hann verður að gera yfir daginn. Síðan setur hann athygli í hluti sem hann langar að gera yfir daginn. Hann tekur einn dag í einu og kallar þessa aðferð: Að vinna daginn. Í stað þess að láta daginn vinna þig. 

Ekki eiga leyndarmál

Sálfræðingurinn Patricia Celan segir að almenningur ætti að leggja sig fram um að treysta einhverjum góðum aðila fyrir leyndarmálum sínum. Hún segir að rannsóknir sýni að þeir sem eru að geyma leyndarmál innra með sér séu með hærra kortisól magn í líkamanum og það veiki ónæmiskerfið. Hún hvetur fólk til að hringja í besta vin sinn eða ráðgjafa og létta af samviskunni. Allir séu mennskir og geri mistök sem mikilvægt er að ræða í traustu umhverfi. 

Lifa í augnablikinu

Sálfræðingurinn Beatrice Tauber Prior segir að það jafnist ekkert á við það að lifa í augnablikinu. Hún forðast að hafa áhyggjur af framtíðinni og öllu því sem geti farið úrskeiðis í lífinu. 

Hún skrifar niður staðreyndir dagsins og í stað þess að hafa áhyggjur af því að fólkið í kringum hana muni veikjast minnir hún sig á að það er enginn veikur í dag. Þannig tekur hún stjórnina á hugsunum í stað þess að leyfa hugsunum að stjórna sér. 

Æfa

Þeir sem æfa reglulega eru með sterkara ónæmiskerfi en þeir sem gera það ekki segir Wherry. Æfingar auka magn af T frumum í líkamanum og heldur kortisól í skefjum. Að ofþjálfa getur hins vegar bælt ónæmiskerfið svo það er aldrei gott að hans mati. 

Hófleg þjálfun er því alltaf eftirsóknaverð. Göngur í klukkustund á dag getur gert mikið fyrir fólk. Að standa upp einu sinni á klukkustund úr tölvunni á daginn í vinnunni getur skipt sköpum einnig. 

mbl.is