Óþekkjanleg 38 kílóum léttari

Kelly Osbourne er búin að grennast.
Kelly Osbourne er búin að grennast. Samsett mynd

Raunveruleikaþáttastjarnan fyrrverandi Kelly Osbourne er búin að léttast mikið að undanförnu en hún greindi frá því á Instagram nýlega að hún hefði lést um að minnsta kosti 38 kíló. 

„Það er rétt ... Ég hef lést um 38 kíló síðan ég sá þig síðast,“ svaraði Osbourne konu sem skrifaði athugasemd við mynd af Osbourne í rauðum fötum frá Gucci. „Trúirðu því?“

Osbourne hélt áfram að tala opinskátt um líkamsbreytingar sínar um helgina í sögu á Instagram. Hún sýndi þá gamla flík sem var númer 26. „Já, ég er að monta mig af því að ég vann fyrir því og það er gott!“

Stjarnan hefur átt það til að léttast og þyngjast aftur. Hún setti sér markmið fyrir árið 2020 að hugsa betur um sjálfa sig eftir að hafa sett aðra í forgang. „Það allt saman hættir í dag. 2020 er árið mitt! Það er kominn tími til að setja mig sjálfa í fyrsta sætið,“ skrifaði Osbourne á samfélagsmiðlum um áramótin.“

View this post on Instagram

Today I’m feeling #Gucci 💜❤️

A post shared by Kelly Osbourne (@kellyosbourne) on Aug 3, 2020 at 11:24am PDT

mbl.is