Osbourne fór í magaermaraðgerð

Kelly Osbourne fór í magaermaraðgerð.
Kelly Osbourne fór í magaermaraðgerð. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne fór í magaermaraðgerð fyrir 2 árum og léttist í kjölfarið um 38 kíló. Hún segist ekki skammast sín fyrir að hafa farið í agerðina. 

Osbourne var gestur Dax Holt og Adam Glyn í hlaðvarpsþáttunum Hollywood Raw í síðustu viku. Þar ræddi hún um þær sögusagnir að hún hafi farið í lýtaaðgerð. „Ég gerði það og ég er stolt af því. Ég fór í magaermi. Það eina sem gert er í henni er að breyta lögun magans. Ég fór í hana fyrir um tveimur árum. Ég mun aldrei nokkurn tímann ljúga um það. Þetta er það besta sem ég hef gert,“ sagði Osbourne. 

Hún lagði áherslu á það í viðtalinu að í kjölfar aðgerðarinnar hafi hún þurft að breyta algjörlega um lífsstíl. 

Kelly Osbourne og móðir hennar Sharon Osbourne.
Kelly Osbourne og móðir hennar Sharon Osbourne. Skjáskot/Instagram

„Ef þú hreyfir þig ekki og borðar ekki rétt eftir svona aðgerð eins og ég fór í, þá muntu þyngjast. Þetta hjálpar þér bara að færast í rétta átt. Þannig að ef einhver er að pæla í að fara í svona aðgerð, pældu virkilega í því,“ sagði Osbourne.

Hún segist hafa glímt við ákveðna tegund af matarfíkn þar sem hún borðaði tilfinningar sínar. Með aðgerðinni hafi löngunin í að borða tilfinningar sínar hafi horfið. Aðgerðin hafi þó ekki leyst allan hennar vanda en virkilega hjálpað henni að færast í rétta átt. 

Osbourne beið með að fara í aðgerðina í eitt ár. Á þessu ári vann Osbourne í sjálfri sér. „Það fyrsta sem ég þurfti að gera var að verða hamingjusöm. Ég þurfti að laga hausinn áður en ég gat lagað líkamann. Þú getur ekki farið í svona aðgerð ef hausinn er ekki rétt skrúfaður á,“ segir Osbourne.

View this post on Instagram

💜

A post shared by Kelly Osbourne (@kellyosbourne) on Jun 27, 2020 at 7:09pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál