Nú getur þú búið til ekta Hlöllabát heima hjá þér

Aðdáendur veitingastaðarins Hlölla geta aldeilis glaðst þessa dagana því nú er hægt að kaupa hina einu sönnu Hlöllabátasósu í Nettó. Auk Hlöllabátasósunnar verður hægt að kaupa Hlöllabrauð og Hlöllakrydd.   

„Við erum mjög spennt fyrir því að bjóða upp á þessar vörur. Hlöllabátar eru einn af elstu íslensku skyndibitastöðum landsins og það er mjög ánægjulegt að geta boðið landsmönnum upp á þessar gómsætu vörur. Núna geta allir gert Hlöllabáta heima hjá sér. Barion er líka að koma sterkur inn á markað og hafa veitingastaðirnir tveir notið mikilla vinsælda frá því að þeir opnuðu fyrr á árinu,“ segir Elías Þór Þorvarðarson, innkaupastjóri Samkaupa. 

Hlöllabátasósan og Hlöllakryddið hafa lengi verið eitt af best varðveittu leyndarmálum í íslenskri skyndibitamenningu. 

„Hlöllabátar er landsþekkt vörumerki sem flestir Íslendingar kannast við. Við erum spennt fyrir því að geta boðið landsmönnum öllum upp á að prófa að gera sína eigin báta, nú eða bara að gera skinkusamlokuna enn betri með sósunni og kryddinu,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, eigandi Hlöllabáta og Barion. „Barion hefur fengið frábærar viðtökur meðal landsmanna og við teljum það sjálfssögð mannréttindi  að gefa fólki tækifæri á að gera sína eigin Barion-borgara heima.“ 

Hér er Hlöllabátasósan fremst á myndinni en auk hennar er …
Hér er Hlöllabátasósan fremst á myndinni en auk hennar er hægt að kaupa sósurnar í Barion í Nettó.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál