Komdu í veg fyrir að húðin verði þurr og líflaus

Margir elska rútínuna sem fylgir haustinu. Þá fara sumir af stað af fullum krafti í ræktina og njóta þess að hafa hverja mínútu skipulagða eftir kæruleysi sumarsins. Eitt af því sem þú getur gert til þess að líða betur er að hugsa vel um húðina. Það gerir þú með því að þurrbursta húðina kvölds og morgna með góðum líkamsbursta. Þegar þú ert búin/n að því er ekki úr vegi að næra húðina vel.

Það eru ekki bara umhverfisáhrif, stress og hormónabreytingar sem hafa áhrif á andlega líðan heldur finnur húðin gjarnan fyrir þessu. Á haustin getur húðin orðið þurr og líflaus. Fyrr á þessu ári kom ný líkamslína á markað frá Biotherm sem inniheldur nú sérlega gott efni úr andlitslínunni og heitir Life PlanktonTM Multi-Corrective. Það örvar endurnýjunarferli húðarinnar, hefur græðandi eiginleika og getur gert húðina þéttari.

Life PlanktonTM líkamsolían er öflug meðferð gegn sliti, grófleika og þurrki. Á einungis 28 dögum umbreytist húðin þar sem slit verður minna sjáanlegt, húðin verður jafnari og uppfull af næringu og mýkt.

Life PlanktonTM líkamskremið er næringarríkt og mýkjandi krem sem styrkir húðina og jafnar áferð hennar. Á einungis 7 dögum losnar húðin við pirring og ertingu og endurheimtir heilbrigði og mýkt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »