Boris var orðinn 111 kíló í vor

Boris Johnson er búinn að taka heilsuna föstum tökum eftir …
Boris Johnson er búinn að taka heilsuna föstum tökum eftir að hann veiktist af kórónuveirunni í apríl. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hann hafi verið í ofþyngd þegar hann var lagður inn á spítala í vor. Johnson greindist með kórónuveiruna og veiktist talsvert. Á blaðamannafundinum sagði hann að hann hafi lést mikið og liði mun betur. 

Johnson eyddi þremur nóttum á gjörgæslunni í apríl síðastliðinn og hefur reglulega verið spurður út í heilsuna síðan. 

„Ég er í mun betra formi en ég var, ég veit að það gæti pirrað ykkur að vita það,“ sagði Johnson á blaðamannafundi í dag þegar hann var spurður út í heilsuna. 

„Ég er í betra formi en hundur slátrara og það er aðallega vegna þess að ég léttist. Þegar þú ert um 111 kíló, eins og ég var, og um 178 sentimetrar á hæð, þá er það kannski góð hugmynd að léttast. Og það er það sem ég gerði. Og mér líður miklu betur. 

Samkvæmt upplýsingunum sem Johnson gaf upp var hann með BMI-stuðulinn 34,9 og flokkast þá í ofþyngd. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Johnson hefur montað sig af góðri heilsu sinni. Í viðtali í sumar sagðist hann einmitt vera í betra formi en hundur slátrara og talaði um að gera armbeygjur til að koma sér í betra form. 

Forsætisráðherrann hefur sést á hlaupum um borgina með einkaþjálfara, meðal annars í almenningsgarði nálægt skrifstofu hans við Downing stræti 10. 

Boris Johnson sést reglulega úti að hlaupa með einkaþjálfara.
Boris Johnson sést reglulega úti að hlaupa með einkaþjálfara. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál