Eru bætiefni glötuð eða geggjuð?

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Alveg bæði sko, sumt er glatað og annað er geggjað. Það er rosalega mikið til af allskonar bætiefnum, stafrófin af allskonar vítamínum, steinefnum, fitusýrum, jurtum, amínósýrum, góðgerlum og guð má vit hvað.

Margt af þessu eru hágæða vörur, flott stöff sem óhætt er að mæla með, annað er bara drasl, afsakið,“ segir Inga Kristjánsdóttir í sínum nýjasta pistli: 

Mér finnst oft eins og fólk átti sig illa á því að bætiefni eru misjöfn að gæðum alveg eins og hlaupaskór, bifreiðar, sjampó og súkkulaði!

Flestir átta sig á að þeir þurfa að borga aðeins meira fyrir BMW en Kia, en oft er fólk ekki að átta sig á að það sama gildir um bætiefni. Þú færð það sem þú borgar fyrir með einhverjum undantekningum kannski. Í öllu falli er alltaf mjög grunsamlegt ef bætiefni er skít ódýrt.

Að mínu mati eru ákveðnir þættir sem hafa ætti í huga þegar bætiefni eru valin.

Aukefni: Ég vil helst bætiefni sem innihalda ekki of mörg aukefni. Ég átta mig á að flest þeirra innihald einhver, en ef listinn er langur þá er það glatað.

Óþolsvaldandi og almennt stuðandi innihaldsefni: Þá er ég að tala um glúten, ger, mjólkurafurðir, sykur og gervisykur. Ég sneyði hjá þessu.

Gervi litar-og bragðefni: Nei, bara alls ekki, slíkt finnst ekki í vönduðum bætiefnum.

Erfðabreytt innihaldsefni: Það er eitthvað sem mér finnst bara algjör vibbi.

Vottanir og viðurkenningar: Ég skoða alltaf hvort bætiefnin eru vottuð (GMP til dæmis) og framleidd af viðurkenndum aðilum. Þetta á að koma fram hjá framleiðanda.

Góð bætiefni geta gert mikið gagn og nei ég er bara alls ekki sammála því að við eigum að fá öll nauðsynleg efni úr fæðunni. Í fullkomnum heimi, með fullkomnum lífrænum og næringarríkum mat þá væri það hugsanlegt, en ég þekki mjög fáa sem næra sig það vel.

Svo er bara ýmislegt sem er mjög erfitt að fá úr fæðunni, til dæmis nóg D vítamín, góðgerla, allskonar liðbætandi og bólgueiðandi efni og svo mætti lengi telja.

Niðurstaðan, rýnum vel í gæði þess sem við erum að kaupa þá erum við miklu meira geggjuð en glötuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál