Kórónuveirukílóin of mörg

Sharon Osbourne bætti á sig í kórónvueirufaraldrinum.
Sharon Osbourne bætti á sig í kórónvueirufaraldrinum. AFP

Hin hreinskilna Sharon Osbourne er búin að bæta á sig fimm kílóum í kórónuveirufaraldrinum. Raunveruleikaþáttastjarnan greindi frá þessu í spjallþættinum The Talk sem hún stjórnar. Osbourne er byrjuð að vinna í sínum málum. 

Fimm kíló til eða frá er kannski ekki svo mikið en 68 ára gamla Osbourne segir kílóin muna miklu í hennar tilfelli þar sem hún er bara rétt rúmlega 155 sentímetrar á hæð. 

„Svo það er mikil þyngd,“ sagði Osbourne og greindi frá hvað hún ætlaði að gera í málunum. „Ég byrjaði að fara í göngutúra í gær.“

Konurnar sem sátu með henni í sjónvarpssal voru ánægðar með Osbourne. Bætti önnur við að það skipti ekki máli hvort fólk hreyfði sig lengi, bara að það gerði eitthvað smá. Allir ættu tíu mínútur aflögu. 

mbl.is