5 ráð til að líða betur eftir jól og áramót

Scott Webb/Unslash

Margir leyfa sér ýmislegt óhollt yfir hátíðarnar. Saltaður maturinn getur leitt til leiðinda vökvasöfnunar og annarra óþæginda. Næringarfræðingurinn Susie Burrel gefur hér góð ráð til þess að losna við óhófstilfinningu jólanna.

1. Grænn drykkur

Náttúrulegasta leiðin til þess að losna við umframvökvasöfnun eftir saltan mat jólanna er að auka inntöku á kalíumríkri (potassium) fæðu. Flest grænmeti, bananar og avókadó eru rík af kalíum. Að byrja daginn á næringarríkum grænum drykk getur haft góð áhrif á líkamann.

2. Drekktu vatn

Til þess að koma aftur jafnvægi á vökvaforða líkamans er gott að drekka nóg af vatni. Þá gæti verið gott að vera á fljótandi fæði í einn dag. Einbeittu þér að mat á borð við súpur, jógúrt, grænmetissafa og þvíumlíkt. Það hreinsar meltingarveginn og undirbýr líkamann fyrir næstu föstu máltíð.

Ljósmynd/Unsplash/KOBU Agency

3. Hugsaðu um flóruna

Það skiptir fátt meira máli en góð þarmaflóra. Vertu viss um að þú sért að stuðla að góðri flóru með því að taka inn acidophilus-bætiefni og borða mat eins og hreina jógúrt, kefír eða súrsað kál. Slíkt mataræði dregur úr bólgum og maður er minna þaninn. 

4. Veldu vatnsmikinn mat

Grænmeti og ávextir sem hafa hátt vatnsinnihald eru góðir til þess að koma manni á beinu brautina. Vatnsmelónur, gúrkur, sellerí, tómatar og appelsínur eru sérstaklega góð til að draga úr þembutilfinningu eftir hátíðarnar.

5. Drekktu gott te

Það eru til fjölmörg te sem virka hreinsandi á líkamann. Reyndu að finna te sem inniheldur fennel, fíflarót (dandelion) og hibiscus. Allt eru þetta jurtir sem sagðar eru góðar fyrir meltinguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál