Hefur farið í megrun í janúar í 15 ár

James Corden ætlar að reyna að grennast á nýju ári.
James Corden ætlar að reyna að grennast á nýju ári. AFP

Spjallþáttastjórnandinn James Corden ætlar að reyna að grennast á nýju ári. Í mörg ár hefur hann reynt að setja sér sama markmiðið en hann hefur fulla trú á því að hann nái markmiði sínu árið 2021. 

„Ég áttaði mig á að á hverju ári síðasta áratuginn, kannski síðustu 15 ár, hef ég hinn 1. janúar sagt sjálfum mér og öllum sem vilja hlusta að þetta sé árið sem ég ætla í megrun, að ég ætli að léttast mjög mikið,“ sagði Corden sem segist vera þreyttur á því hvernig hann lítur út og þreyttur á því að vera ekki hraustur. 

„Vegna þessa hef ég borðað allt sem er í frystinum yfir jólin af því í höfðinu á mér byrja ég í megrun og það gengur vel. Eins og þið sjáið hefur það ekki gengið vel.“

Spjallþáttastjórnandinn vinsæli segist vera þreyttur á því að gera alltaf það sama á hverju ári. Corden ákvað að fara í samstarf við WW eða Weight Watchers og hefur trú á því að árið 2021 verði árið sem hann grennist. Hann segir að aðferðafræði WW snúist um vellíðan í stað þess að grennast. 

Tíminn einn mun leiða í ljós hvort stjarnan verður á sama stað í janúar árið 2022 eða hvort hann hefur náð þeim árangri sem hann hefur alltaf ætlað sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál