Pabbakroppar slá í gegn í heimsfaraldrinum

Pabbakroppur Leonardo DiCaprio sló í gegn árið 2015.
Pabbakroppur Leonardo DiCaprio sló í gegn árið 2015. AFP

Um 75% af einhleypu fólki hrífst helst af pabbakroppum (e. dad bod) samkvæmt nýlegri könnun Dating.com. Alls svöruðu yfir 2.000 manns könnuninni. 

Pabbakroppurinn er orð notað yfir líkamsgerð karla á miðjum aldri sem eru heldur mjúkir um sig miðja. Orðið kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2015 þegar myndir náðust af stórleikaranum Leonardo DiCaprio berum að ofan á ströndinni. Þá þótti DiCaprio hafa bætt helst til mikið á sig en líkamsgerðin hefur verið á rífandi siglingu síðastliðin sex ár. 

„Einhleypir eru byrjaðir að kunna að meta fleiri líkamsgerðir þar sem þeir þekkja hversu erfitt það er að halda sér í formi í heimsfaraldrinum,“ sagði Maria Sullivan í viðtali við Insider um niðurstöðu könnunarinnar. 

„Flottir líkamar í góðu formi hafa lengi verið ofarlega á lista fyrir tilvonandi maka fólks. En notendur okkar hafa sannað að það er ekki alltaf raunhæft í raunveruleikanum,“ sagði Sullivan. 

Þótt heimsfaraldurinn hafi eflaust eitthvað að gera með þessar niðurstöður hefur pabbakroppurinn verið vinsæll lengur. Í könnun hjá Planet Fitness árið 2019 sagði 61% svarenda að sér þætti pabbakroppurinn kynþokkafullur. Það eru um 10% fleiri en árið áður. 

„Í kvimyndum sjáum við oft Barbie- og Ken-líkamsgerðir og það gefur okkur þá hugmynd að við verðum að líta eins út til að finna ástina. Við staðfestum það með gleði að þannig virkar það ekki í raunveruleikanum. Sama hvernig líkamsgerð þín er, þá er sálufélagi þinn þarna úti,“ sagði Sullivan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál