Sleppir ekki ræktinni í fríi á snekkju

Catherine Zeta-Jones gerir jóga um borð í snekkju.
Catherine Zeta-Jones gerir jóga um borð í snekkju. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Catherine Zeta-Jones er stödd í fríi um þessar mundir. Það kemur þó ekki í veg fyrir að hún haldi áfram að hreyfa sig. Í vikunni birti hún myndband af sér renna í gegnum jógaflæði um borð í snekkju. 

Zeta-Jones og eiginmaður hennar, Michael Douglas, skelltu sér til Evrópu í júlí og snekkja þeirra nú fyrir utan strendur Ibiza. 

Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas njóta nú lífsins fyrir utan …
Catherine Zeta-Jones og Michael Douglas njóta nú lífsins fyrir utan strendur Ibiza. AFP

Í myndbandinu tók leikkonan góða kviðæfingu þar sem hún fer úr jógastöðunni „hundinum sem horfir niður“ yfir í planka. 

Jógakennarinn Viviane Thibes, sem er gift Cameron Douglas, syni eiginmanns Zeta-Jones, var yfir sig hrifin í athugasemd undir myndbandinu: „Frábær leið til að halda sér í formi: synda, gera jóga og teygja. Þú ert innblástur,“ skrifaði Thibes. 

mbl.is