Laðaðu til þín það sem þú vilt

Áskorun níunda dagsins er að sjá fyrir sér.

„Ég hef oft sagt að þú sérð ekki fyrir þér nema sjá fyrir þér  leikur að orðum, ég veit, en engu að síður er sannleikur í þeim. Við höfum heimild til þess að sjá fyrir okkur það sem við viljum. Hvert við viljum fara og hvernig velsæld við viljum laða til okkar. Að sama skapi höfum við heimild til þess að sjá fyrir okkur það sem við viljum ekki. Hvora útgáfuna af orðatiltækinu viltu nota til árangurs? Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar, segi ég oft og iðulega. Og þegar þú sérð fyrir þér þá ertu að veita því athygli sem þú vilt laða til þín. Kúnstin er alltaf að velja markvisst það sem við viljum til okkar,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins. 

Þegar fólk er opið og bjart laðar það til sín á þeirri tíðni. En þegar það er svartsýnt og leiðinlegt þá laðar það einfaldlega til sín leiðindi og svartsýni. Þetta er ekki flóknara en það.

„Ég hvet ykkur til að sjá fyrir ykkur það sem þið viljið sjá í lífi ykkar og gefa ykkur tíma til að skrifa það niður. Ég er ekki að tala um að veita því athygli sem þið eruð að leita að heldur því sem þið viljið finna. Veljið orðin af kostgæfni og með opið hjarta,“ segir Guðni. 

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál