Á oft erfitt með að komast fram úr á morgnana

Bella Hadid er að fást við kvíða- og þunglyndi.
Bella Hadid er að fást við kvíða- og þunglyndi. Skjáskot/Instagram

Ofurfyrirsætan Bella Hadid viðurkenndi á dögunum að eiga stundum erfitt með að komast fram úr rúminu á morgnana. Hadid hefur glímt við andlega heilsubresti frá unglingsaldri og verið ófeimin við að tala opinskátt um þá við aðdáendur sína í gegnum tíðina.

„Ég er á svo skrítnum stað andlega núna,“ sagði Hadid í viðtali við WSJ Magazine, fréttamiðillinn Page Six greindi frá. „Það er mjög mikilvægt fyrir mig að læra að þó svo að fólk tali um stílinn minn, hvort sem því líkar við hann eða ekki, þá skiptir það engu máli. Þetta er minn stíll,“ sagði Hadid þegar hún lýsti kvíðanum sem henni fylgir þegar hún klæðir sig og reynir að koma sér út úr húsi dagsdaglega.

Bella Hadid segist glíma við margþætta kvíðaröskun sem stundum geti aftrað henni í leik og starfi. Upplifir hún til dæmis oft kvíða þegar hún þarf að stilla sér upp og sitja fyrir ljósmyndara.

„Ég vil að þið vitið að þó að allt líti út fyrir að vera fullkomið á Instagram þá erum við öll bara manneskjur að fást við sömu hlutina,“ sagði Bella Hadid og þurrkaði þar með út glansmyndir samfélagsmiðla.

mbl.is