Fjarlægði brjóstapúða og fékk lífið á ný

Danica Patrick fékk heilsuna á ný eftir að hún fjarlægði …
Danica Patrick fékk heilsuna á ný eftir að hún fjarlægði brjóstapúða. Skjáskot/Instagram

Danika Patrick fyrrverandi kappaksturskona hjá NASCAR og IndyCar segist hafa upplifað veikindi í kjölfar brjótastækkunar. Hún vill vekja athygli á því sem kallast Breast Implant Illness sem hrjáir margar konur.

Langaði í allan pakkann

„Mér hefur alltaf liðið vel í eigin skinni og verið örugg með líkamann. En á þrítugsaldri fór ég að hugsa að ég væri í svo frábæru formi og liti vel út en hefði samt engin brjóst. Mig langaði bara í allan pakkann,“ segir Patrick í viðtali við Yahoo Life.

„Ég fékk mér stærri brjóst, elskaði þau ekki en fannst þau bara allt í lagi.“

Barðist við veikindi í mörg ár

Brjóstapúðana fékk hún árið 2014 og sagði engum frá aðgerðinni. Það var ekki fyrr en í apríl 2022 sem hún opnaði sig um veikindin sem hún hefur barist við frá því að hún fór í aðgerðina.

Patrick fékk mikla örvefsmyndun sem getur afmyndað brjóstið eða valið miklum sársauka. 

„Ég hélt að þetta væri út af kappakstrinum og að klessa á. Eftir því sem á leið áttaði ég mig á því að líkaminn væri ekki að þola þessa aðskotahluti. 

Árið 2018 fór Patrick að taka eftir fleiri breytingum. Hárið fór að þynnast og hún fór að þyngjast. Einkennin héldu áfram og fóru bara versnandi. Loks hætti hún að hafa blæðingar. Ekkert virkaði til að laga einkennin.

„Þetta gerðist ekki undireins heldur bara hægt og rólega. Ég reyndi svo margt þessi ár til að bæta heilsuna en ekkert virkaði.“

Fjarlægði púðana og læknaðist um leið

Loks ákvað hún að fjarlægja púðana.

„Ég fann mun á mér eftir örfáa klukkutíma. Orkan kom aftur og ég lét almennt betur út. Ég ætlaði ekki endilega að segja frá þessu en gat ekki setið á mér þegar ég fann svona mikinn mun á heilsu minni. Það er mikilvægt að deila reynslu sinni ef það getur hjálpað einhverri annarri til þess að komast að rót veikinda sinna.“

„Innan fimm daga var andlit mitt gjörbreytt. Áður var ég alltaf með undirhöku því eitlarnir voru svo bólgnir. Smátt og smátt hreinsaðist líkaminn minn og allt varð betra.“

Stærri brjóst laga ekkert

„Ég hélt að ég yrði kvenlegri með stærri brjóst en allan tímann vissi ég að þetta væri ekki alvöru. 

„Ég vildi að ég gæti farið aftur og sagt þessari þrítugri konu að stærri brjóst laga ekkert og gera mann ekki kvenlegri. Brjóstapúðar eru bara að viðhalda óeðlilegum kröfum samfélagsins gagnvart konum. Við þurfum alltaf að vinna inn á við. Og leita svara við því hvaða andlegu vinnu getur maður lagt á sig til þess að líða vel í eigin skinni. Hvernig get ég séð mig sem fullkomna eins og ég er? Við eigum að leita inn á við.“ 

„Það hjálpar mér að muna hvað kvenmannslíkaminn er magnaður og fær um að gera ótrúlegustu hluti.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál