Fannst hún of ung til að vera með gigt

Jennie Garth var mjög fræg fyrir að leika í þáttunum …
Jennie Garth var mjög fræg fyrir að leika í þáttunum Beverly Hills 90210. Hún er nú komin með gigt. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Jennie Garth greindist með slitgigt 45 ára að aldri. Greiningin kom henni mjög á óvart þar sem henni fannst hún of ung til þess að greinast með gigt.

„Ég er vön að vera alltaf á þönum og sjá um allt allan tímann. Ég á þrjár ungar stúlkur og hef alltaf átt hunda. Ég hef því alltaf verið mikið á ferðinni, á hnjánum og fara inn og út úr bílnum hundrað sinnum á dag. Allt í einu urðu þessar hreyfingar sársaukameiri,“ segir Garth í viðtali við People.

Eitthvað eins og það átti ekki að vera

„Smám saman varð mér ljóst að eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Þess vegna fór ég til læknis.“

Slitgigt er algeng tegund gigtar sem á sér stað þegar liðbrjóskið á liðmótum eyðist og sársaukafullt verður að hreyfa sig. Ekki er hægt að lækna sjúkdóminn en draga má úr einkennum hans með hreyfingu, að halda sér í kjörþyngd og viðeigandi læknismeðferðum.

Greiningin kom á óvart

„Þessi greining kom mér mjög á óvart. Ég fór bara til læknis kvartandi undan verkjum í hnjám og mjöðmum og hinum og þessum stöðum í líkamanum og allt í einu var ég komin með gigt. Að heyra lækninn segja orðið „gigt“ var mjög mikið áfall fyrir mig. Ég hafði alltaf tengt gigt við gamalt fólk. Mér fannst ég engan veginn nógu gömul til þess að geta verið með gigt. En jú, maður getur fengið gigt á hvaða aldri sem er og ég bara vissi það ekki,“ segir Garth sem er 50 ára.

Gigt í ættinni

Garth segir að ef til vill hafi það haft neikvæð áhrif á liðina hversu mjög hún hreyfði sig en bendir þó á að gigt sé líka í ættinni hennar.

„Ég fór að tala við mömmu mína og aðra meðlimi fjölkskyldunnar og komst að því að allir voru með einhvers konar gigt. Margir eru með gigt en tala ekki um það. Þannig að mér fannst kominn tími á að opna umræðuna í kringum þetta og vera hreinskilinn og opinskár. Tölum um þetta og vinnum saman að því að fræða fólk um hvernig má lifa með gigtinni og minnka sársaukann.“

Borðar fæðu sem minnkar bólguviðbrögð líkamans

Garth segist nota mikið Voltaren Atrhritis Pain Gel sem hægt er að fá án lyfseðils. Þá leggur hún mikla áherslu á hóflega hreyfingu. Hún er stöðugt á ferðinni auk þess sem hún breytti matarræðinu og borðar fæðu sem minnka bólgur í líkamanum eins og til dæmis ber og heilkorn.

„Þetta er eitthvað sem maður lærir að lifa með og meðhöndla. Þetta setur ekki mark sitt á líf mitt á nokkurn hátt en bara eitthvað sem maður þarf að vera meðvitaður um. Þegar maður eldist þá er mikilvægt að setja sjálfan sig og heilsu sína í forgang. Þú ert þinn eigin talsmaður og forstjóri. Þú rekur fyrirtækið sem ert þú. Enginn annar er að fara að gera það.“
View this post on Instagram

A post shared by Jennie 💛 (@jenniegarth)



Stöllurnar Donna og Kelly í Beverly Hills eða Jennie Garth …
Stöllurnar Donna og Kelly í Beverly Hills eða Jennie Garth og Tori Spelling.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál