„Raunveruleg fasta er að neyta ekki næringar“

Hallgerður Hauksdóttir, stofnandi Föstusamfélagsins á Facebook, segir föstur geta haft margvíslegan heilsufarslegan ávinning í för með sér. Hún segir mikilvægt að föstur séu framkvæmdar á réttan hátt og að varasamt geti verið að leggja upp í langföstur án þess að hafa kynnt sér slíkar föstur gaumgæfilega.

Að sögn Hallgerðar er föstum er almennt skipt upp í tvennt; stuttföstur og langföstur. Stuttföstur eru innan hvers sólarhrings en langföstur eru þær sem standa yfir lengri tíma.

„Það eru til alls konar útgáfur af föstum sem eru teknar innan sólarhrings,“ segir Hallgerður.

„Síðan eru það langföstur og þá er miðað við að það sé lengra en sólarhringur. Sá sem fastað hefur lengst, undir læknishendi, var í meira en ár,“ staðhæfir Hallgerður.

Hallgerður er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum. Þar ræða þær föstur og hversu heilsueflandi slíkur lífstíll getur verið. 

Þáttinn í heild sinni má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda