Þvagleki sem vatt upp á sig

Arna Sigrún segir þvagleka vera mikið feimnismál
Arna Sigrún segir þvagleka vera mikið feimnismál mbl.is/Hákon Pálsson

Arna Sigrún Haraldsdóttir, eigandi Innundir ehf. sem dreifir Modibodi á Íslandi, segir þvagleka oft feimnismál en vandamálið er þó algengt. Hún segir sérhannaðar nærbuxur geta komið að góðum notum.

„Þvagleki er þegar fólk hefur ekki fulla stjórn á þvagblöðrunni og missir því þvag. Það getur verið mismikið vandamál og þekkist bæði hjá konum og körlum,“ segir Arna Sigrún og segir þvagleka vera allt frá því að vera áreynsluþvagleka yfir í stærra vandamál sem orsakast af flóknari læknisfræðilegum ástæðum.

Glíma margar konur við þvagleka með hækkandi aldri?

„Bæði karlar og konur fá þvagleka en talið er að ein af hverjum fjórum konum upplifi þvagleka einhvern tímann á ævinni og einn af hverjum tíu körlum. Þvagleki er mun algengari hjá eldra fólki en yngra. Það var nú gert grín að þessu í áramótaskaupinu fyrir ekki svo löngu þegar ein vinkonan vildi fara í trampólíngarð en áttaði sig ekki á að hinar myndu bara pissa á sig ef þær færu á trampólín.“

Þvagleki í kjölfar barnsburðar upphafið að ævintýri

Arna Sigrún segir að konuna, sem fann upp Modibodi, hafi vantað lausn á eigin þvagleka sem hún glímdi við í kjölfar barnsburðar. „Modibodi voru því hannaðar fyrst til að vera þvaglekabuxur en þær taka í raun við hvaða leka sem er,“ segir hún en nærbuxurnar hafa verið vinsælar túrnærbuxur líka.

„Efnin sem eru notuð í buxurnar anda öll svo það dregur úr óþægindum og líkum á sveppasýkingu. Það er nefnilega svo hætt við að þegar konur nota bindi eða innlegg alla daga til að fást við þvagleka að þá fái þær sveppasýkingu sem getur svo orðið viðvarandi vandamál.“

Er þvagleki feimnismál?

„Já, þetta er mikið feimnismál. Ég hef fengið konur til mín sem hvísla þó enginn sé nálægt nema við tvær. Sumar hringja fyrst til að fá ráðleggingar og finnst það þægilegra. Það vill auðvitað enginn pissa á sig, eða að það sjáist eða heyrist að það sé með einhvers konar bleyju. Modibodi draga vel í sig og geta í flestum tilvikum komið í staðinn fyrir einnota þvaglekastykki sem eru þykk og skrjáfar í.“

Er betra að geta notað góðar nærbuxur fyrir þvagleka í stað binda?

„Kosturinn við lekaþolnar nærbuxur er auðvitað fyrst og fremst þægindin, en svo sést ekkert utan á að þetta séu neitt annað en venjulegar nærbuxur. Það getur verið sniðugt að taka með sér fjölnota blautpoka til að geyma notaðar buxur í, til dæmis eftir sund eða ræktina. Svo eru líka til buxur með hliðaropnun. Þær henta vel þeim sem eru hreyfihamlaðir, eða jafnvel rúmfastir og þurfa aðstoð við að klæða sig. Notuðu nærbuxurnar fara svo bara í þvottavélina og síðan á snúru,“ segir Arna Sigrún.

Vinnan á Hrafnistu var ómetanleg reynsla

„Ég var nú að skríða í fimmtugsaldurinn í desember svo að í fyrsta skipti á ævinni finnst mér ég ekkert sérstaklega ung. Þegar ég var unglingur vann ég á Hrafnistu með skólanum, það er ómetanleg reynsla sem ég mun búa að ævilangt,“ segir Arna Sigrún og segir að á Hrafnistu hafi hún ekki bara hafa lært að hugsa um fólk sem getur ekki hjálpað sér sjálft.

„Ég sá strax á unglingsaldri hversu mikilvægt það er að eldra fólk sem er orðið veikt fái að halda virðingu sinni þó það búi á hjúkrunarheimili og hversu mikilvægt það er að þessar stofnanir fái þann fjárstuðning sem til þarf. Mér fannst svo sárt að sjá þegar hjón gátu ekki búið saman af því það var ekki til herbergi við hæfi.

Ég mun aldrei skilja hvers vegna stjórnmálamenn velja að setja ekki meira fjármagn í að búa til notalegri vistarverur fyrir elsta og veikasta fólkið, því öll endum við þar. En annars finnst mér hvorki betra né verra að eiga í samskiptum við eldri konur. Fólk er alls konar og sumir ná saman og aðrir ekki, óháð aldri.“

Hvernig sérðu fyrir þér að eldast?

„Ég hlakka til að fá að eldast með kynslóðunum sem eru yngri en ég. Ég held að Z-kynslóðin sé sú sem breytir heiminum til hins betra. Þetta fólk er ekki eins þrúgað af efnishyggju og við hin, og velur frekar að eyða peningunum sínum í upplifanir en hluti.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál