Leið betur á kjötmataræði en grænmetisfæði

Það var erfitt félagslega að vera á svo ströngu matarræði …
Það var erfitt félagslega að vera á svo ströngu matarræði og horfa á vinina borða pítsur og pasta. mbl.is/Thinkstockphotos

Grænmetisæta til margra ára ákvað að snúa baki við grænmetið til þess að bæta heilsuna.

Var komin á botnin og til í að prófa allt

„Þegar botninum er náð þá reynir maður allt til þess að bjarga sér. Ég var alltaf útþanin, með járnskort, legslímuflakk og þunglynd. Ég var tilbúin að snúa við blaðinu og prófa mig áfram í að borða kjöt eftir að hafa verið grænmetisæta,“ segir Amira Stevenson-Hynes í pistli sínum á Body&Soul.

„Ég hafði lesið mér mikið til um kjöt-matarræðið (carnivore diet) þar sem aðeins er borðað kjöt, egg og mjólk og ekkert grænmeti, en margir innan fræðanna telja grænmeti ekkert svo gott fyrir líkamann.“

Ekki varð aftur snúið eftir fyrsta munnbitann

„Frá því að fyrsti steikarbitinn kom inn fyrir mínar varir þá vissi ég að ekki yrði aftur snúið. Eftir fleiri ár af þróttleysi og vanheilsu þá fékk ég orku undir eins. Kjötið gaf líkamanum akkúrat það sem hann þurfti.“

„Ég upplifði enga þembu, meltingin var góð, ég fann fyrir aukinni orku og mun minni einkenni legslímuflakks. Þá fannst mér skapið einnig vera betra. Blóðprufur sýndu að járnmagnið var aftur orðið gott.“

Matarræðið einhæft til lengdar

„Ég þurfti hins vegar að færa fórnir fyrir þessi lífsgæði. Matarræðið var mjög einhæft til lengdar. Ég þrái enn pasta, hvítt brauð, súkkulaði og sushi en löngunin hefur vissulega minnkað eftir því sem á líður.“

„Þá var fólki mjög brugðið þegar ég sagði þeim frá þessu, sérstaklega þegar ég sagðist borða innmat.“

„Ég þurfti að prófa mig áfram hvað innmat varðar og reyndi fyrst að steikja mér lifur. Mér fannst þetta allt ógeðslegt og endaði á að kaupa mér þar til gerðar innmats-bætiefnapillur sem hafa hjálpað mér og aukið orku mína enn frekar og bætt meltinguna.“

„Ég mæli með að allir hlusti á eigin líkama og fari ekki eftir boðum og bönnum heilsutískunnar hverju sinni. Það sem virkar fyrir mig virkar ekki endilega fyrir aðra. Þessi breyting á mínu matarræði breytti lífi mínu til hins betra. Nú sef ég betur, hef meiri orku, betri meltingu og líður almennt miklu betur.“

Félagslegar fórnir erfiðastar

„Mesta fórnin var þetta félagslega. Það er ekkert verra en að horfa á vinina skófla í sig dýrindis mat á meðan maður borðar hamborgara án brauðs.“

„En eftir mánuð af ströngu matarræði leyfði ég mér örfáar svindl máltíðir með vinum án þess að hljóta meint af. Alla aðra daga fylgi ég fastri rútínu og get þá leyft mér eitthvað til hátíðabrigða. En flesta daga borða ég bara steik, kjúkling eða hamborgara án brauðs.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál