Langaði ekki að lifa eftir andlát vina sinna

Ed Sheeran.
Ed Sheeran. AFP/James McCarthy

Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran segist ekki hafa viljað halda áfram að lifa eftir að góður vinir hans, Jamal Edwards og Shane Warne létust árið 2022. Sheeran segist hafa glímt við þunglyndi í gegnum tíðina en það hafi skollið á honum af fullum þunga á síðasta ári. 

„Maður er undir öldunni að drukkna. Maður er bara í einhverju ástandi. Og maður kemst ekki út úr því,“ sagði Sheeran í viðtali við Rolling Stone

Á meðan þessu stóð óttaðist hann að vera sjálfselskur, þar sem hann er tveggja barna faðir. „Sem faðir, þá fannst mér þetta sérstaklega vandræðalegt,“ sagði Sheeran. Hann þakkar eiginkonu sinni Cherry Seaborn fyrir að hvetja hann til að leita sér hjálpar. 

„Það talar enginn um tilfinningar þaðan sem ég kem. Fólki finnst skrítið að leita til sálfræðings í Englandi. Mér finnst það hins vegar hjálpa mjög mikið að geta talað við einhvern og bara talað og talað án þess að fá samviskubit,“ sagði Sheeran. 

Hættur í fíkniefnum

Edwards, sem gaf Sheeran sitt fyrsta tækifæri í tónlist, lést skyndilega á síðasta ári úr hjartaáfalli. Við krufningu kom í ljós að dánarorsökin var kókaín og áfengisneysla. Andlát hans fékk mikið á Sheeran sem ákvað í kjölfarið að hætta að drekka og neyta fíkniefna. 

„Ég minnist þess bara að hafa verið á tónlistarhátíðum og allir vinir mínir voru á einhverju, svo ég hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið svo slæmt. Og síðan breytist það bara í eitthvað sem maður gerir einu sinni í viku, síðan einu sinni á dag. Og eftir það tvisvar á dag og síðan verður bara allt leiðinlegt án þessarra efna,“ sagði Sheeran. 

„Ég myndi aldrei, aldrei, snerta eitthvað svona aftur, því úr þessu dó Jamal. Og það er vanvirðing við minningu hans að koma nálægt þessu,“ sagði Sheeran. 

Skömmu eftir að Sheeran missti vin sinn greindi eiginkona hans með æxli. Ekki var hægt að hefja strax meðferð við æxlinu því hún var barnshafandi. Eftir að hún fæddi dóttur þeirra í heiminn fór hún í aðgerð. Það var í júní 2022.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál