52 ára í trylltu formi í forsíðumyndatöku

Padma Lakshmi er í fantaformi.
Padma Lakshmi er í fantaformi. Samsett mynd

Bandaríski rithöfundurinn og þáttastjórnandinn Padma Lakshmi prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs sundfatatímaritsins Sports Illustrated og lítur stórkostlega út.

Lakshmi, sem er 52 ára, hafði einungis þrjár vikur til að undirbúa sig undir myndatökuna. Þegar umboðsmaður hennar hringdi í hana og sagði frá því að hún hefði verið beðin um að sitja fyrir í tímaritinu hélt hún að það væri hrekkur.

„Ég var bara: „Nei, þú ert að grínast í mér.“ Bókstaflega, ég var bara: „Þetta er ekki satt, þetta er svo súrrealískt“,“ sagði Lakshmi í samtali við Page Six

Borðaði það sem hún vildi fyrir tökurnar

„Ég hélt alltaf að ég myndi fá þetta símtal einn daginn þegar ég var á tvítugs- og þrítugsaldri og starfaði sem fyrirsæta, en það gerðist aldrei, svo ég hélt virkilega að ég hefði misst af því. Svo það er næstum sætara að þetta sé að gerast á þessum aldri,“ bætti hún við. 

Símtalið kom aðeins þremur vikum fyrir forsíðumyndatökuna og því hafði Lakshmi ekki langan tíma til að búa sig undir tökuna. Hún er dugleg að hreyfa sig og hélt því áfram en segist ekki hafa farið á neitt sérstakt mataræði til að undirbúa sig. 

„Ég get ekki gert það. Ég prófaði Atkins-mataræðið í fjórar klukkustundir einu sinni og ég var með slæman höfuðverk og var reið. Ég þarf ekki að breyta líkama mínum. Ég vil bara vera tónuð og í góðu formi,“ sagði hún.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál