Afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti á sextugsaldri

Leikkonan Heather Graham lítur stórkostlega út.
Leikkonan Heather Graham lítur stórkostlega út. Samsett mynd

Hin 53 ára gamla Heather Graham gerði allt vitlaust á dögunum þegar hún deildi sjóðheitum bikinímyndum frá ströndinni á Jamaíka með fylgjendum sínum á Instagram. Tíminn virðist standa í stað hjá leikkonunni sem er í fantaformi, en hvernig tekst henni að viðhalda æskuljómanum á sextugsaldri?

Graham hugsar afar vel um heilsu sína með virkum lífsstíl, en hún stundar fjölbreytta hreyfingu eins og jóga, pílates, súludans, hjól og göngur. Hún segir súludansinn hafa komið á óvart, en hún hafi ákveðið að fara í kennslu til vinkonu sinnar til þess að styrkja kviðinn og efri hluta líkamans. 

Sefur í níu til 12 tíma á nóttu

Til móts við æfingarnar leggur Graham mikla áherslu á slökun og hvíld, en hún hugleiðir í 20 mínútur daglega og er sögð hafa gert það frá árinu 1992 að því er fram kemur á vef Daily Mail. Þá segir hún fólk oft fá sjokk þegar það kemst að því hversu mikið hún sefur, eða í níu til 12 klukkustundir á nóttu.

Þegar kemur að mataræðinu reynir Graham að forðast sykur, hvítt hveiti og áfengi. 

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál