Pylsa og kók á hlaupum gerir ekkert fyrir þig

Kjartan Guðbrandsson einkaþjálfari er fyrir löngu búinn að hasla sér völl sem einn færasti þjálfari landsins. Kjartan býr yfir þeim kosti að eiga auðvelt með að lesa í fólk og mæta því á þeim stað sem það er. Kjartan er þó ekki síður þekktur fyrir ákveðni og staðfestu í starfi sínu sem þjálfari enda hefur hann aðstoðað fjöldann allan af fólki við að ná árangri í líkamsrækt, mataræði og andlegu heilsufari og veit manna best hvað má gera betur í þeim efnum. 

„Númer eitt er það ómeðvitað át,“ segir Kjartan. „Þar sem þú ert að borða hlaupum og maturinn skiptir ekkert rosalega miklu máli.“ 

Að sögn Kjartans er streita helsta heilsufarsógn samfélagsins. Hann segir að í þeim tilfellum þegar hraðinn, stressið og streitan tekur yfir hversdagsleikann finni fólk sig gjarnan knúið til að stoppa á bensínstöð og ná sér í skyndibita til að henda ofan í sig í einum grænum. Í þessum aðstæðum geti stundum verið farsælla fyrir fólk að sleppa því að borða.

„Verkefni dagsins, streitan eða lætin, eða hlaupin skipta þig meira máli þannig þú hoppar bara inn á N1 og nærð þér í samloku og kókómjólk eða bara kók og pylsu,“ lýsir hann og segir næringu fólks þurfa að vera í samræmi við hreyfingu sem hver og einn framkvæmir daglega.

„Við úðum í okkur kolvetnum og því miður hækka þau blóðsykur og breytast í fitu. Við þurfum að hreyfa okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál