Einföld kolvetni valda ófríðleika

Óhollur morgunmatur gerir mann ekki fallegri.
Óhollur morgunmatur gerir mann ekki fallegri. mbl.is/Thinkstockphotos

Rannsóknir gefa til kynna að fólk sýnist ófríðara borði það einföld kolvetni á morgnana eins og til dæmis hvítt brauð og ávaxtasafa.

Talið er að slíkur matur breyti blóðsykrinum og hafi áhrif á blóðflæðið til húðarinnar. Þannig líti fólk verr út en annars. Þetta kemur fram í umfjöllun The Times en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Plos One.

„Það kann að koma á óvart en það sem við látum ofan í okkur hefur áhrif á ytra útlit okkar,“ segir líffræðingurinn Clair Berticat hjá Montpellier háskólanum í viðtali við The Times. „Þessar breytur geta haft smávægileg áhrif á andlitsdrætti okkar og það hvernig aðrir líta á okkur og hvort þeim finnst við aðlaðandi.“

Rannsóknin fór fram í Frakklandi og náði til 52 karla og 52 kvenna á aldrinum 20-30 ára. Helmingurinn fékk morgunmat sem hækkaði blóðsykurinn eins og t.d. baguette með sultu, epli og appelsínusafa. Hinn helmingurinn borðaði gróft brauð með osti. Í báðum tilvikum innihélt morgunmaturinn 500 hitaeiningar.

Eftir tvo tíma var fólk leitt í myndatöku og passað var upp á að lýsingin væri ein í öllum myndatökunum. Þá var almenningur fenginn til þess að meta hversu aðlaðandi fólkið var.

Þeir sem borðuðu óholla morgunmatinn var að meðaltali minna aðlaðandi. Munurinn var tölfræðilega marktækur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál